Jens Eyjólfsson (3. desember 187910. ágúst 1959) var trésmiður og byggingameistari og byggði mörg af merkustu húsum sem reist voru á fyrri hluta 20. aldar í Reykjavík.

Jens fæddist á Hvaleyri við Hafnarfjörð, sonur hjónanna Eyjólfs Eyjólfssonar, sjómanns og Helgu Einarsdóttur. Hann hóf ungur nám í trésmíði, lærði fyrst í Hafnarfirði, en síðan í Reykjavík hjá Guðmundi Jakobssyni sem talinn var einn lærðasti byggingameistari í Reykjavík í þá daga. Að trésmíðanámi loknu stundaði hann framhaldsnám í dráttlist í kvöldskóla iðnaðarmanna, en það var áður en Iðnskólinn í Reykjavík var stofnaður. Að því loknu sigldi Jens til Kaupmannahafnar og dvaldist þar í 2 ár. Þar vann hann að húsasmíði og stundaði jafnframt nám í húsagerðarlist. Árið 1903 kom hann aftur til Íslands, og 3. desember hóf hann starf sitt, sem byggingameistari í Reykjavík.

Fyrsta verk Jens Eyjólfssonar í Reykjavík sem sjálfstæðs byggingameistara, var að teikna og byggja timuburverksmiðjuna Völund, og setja niður allar trésmíðavélarnar. Síðan rekur hver stórbyggingin aðra, sem hann byggir, þótt hann hafi ekki gert uppdrætti að þeim. Þar á meðal má nefna: Hús Sláturfélags Suðurlands, gasstöðina, pósthúsið, hús Nathans & Olsens (síðar Reykjavíkur apótek), hús Sambands íslenskra samvinnufélaga, verslunina Edinborg, Laugavegs Apótek, Landakotskirkju, Landakotsspítala og verslunarhús Árna Jónssonar

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.