Jarðsaga Færeyja geymir sögu sem er sambærileg jarðsögu Íslands fyrir utan að eldfjöll færeyja eru löngu kulnuð. Færeyjar mynduðust fyrir um 60 milljón árum síðan.

Fuglabjargið Beinisvørð á Suðuroy. Fuglabjörg eru mjög algeng í færeyjum. Suðuroy hefur flesta landslagsþætti færeyja. Lengst til hægri sjást jarðlögin greinilega, þykk basaltlög með rauð-brúnum móbergslögum á milli.

Færeyjar eru staðsettar á Wyville-Thomson beltinu á Norður Atlantshafinu sem teygir sig frá Írlandi og Skotlandi um Færeyjar, Ísland og Grænland að mið-atlantshafs hryggnum.

Tertíertímabilið breyta

 
Mynd af færeyskum jarðlögum. Þau skiptast í þykk basaltlög og þunn móbergslög, rauðbrún að lit.

Á tertíertímabilinu (60 - 70 milljón ár síðan) var eldfjallavirkni á Wyville-Thomson beltinu og jörðin reis úr 3.000 metrum í 4.000 metra. Jarðlög Færeyja skiptist síendurtekið í þykk basallög og þunn móbergslög. Móbergslagið kemur frá öskulagi sem kólnaði og þéttist. Á tímabili var eldfjallavirkni mikil og hitabeltisloftlag myndaðist. Kolalög á Suðuroy og Mykines sýna leifar fengjagrenis og musteristrés.

Árbotnar hafa fundið sér leið í gegnum sprungur bergsins og mynduðu djúp V-laga árgjúlfur. Jarðskorpuflekinn undir Færeyjum féll lítillega frá norðvestur til suðaustur og flestar ár eyjanna renna í þá átt. Brim atlantshafsins náði að jarðskorpuflekanum og ströndinni. Mjúku móbergslögin réðu ekki við álagið og þurrkuðust út svo að basaltlögin urðu yfirgnæfandi.

Vegna þessa var rof í lámarki á meirihluta jarðskorpuflekans. Það sem stóð eftir voru Suðureyjar, Færeyjar og Ísland. Eldvirkni Íslands byrjaði fyrir 20 miljón árum síðan. Í dag er eldvirkni á færeyjum til samanburðar við Giant´s Causeway á Bretlandseyjum tiltölulega lítil.

Til marks um eldfjallavirkni færeyja er jarðhiti eyjanna, 20 gráður á celsíus í Varmakelda í bænum Fuglafjørður á Austurey.

Ísöld breyta

Ísaldirnar skipta kvartertímabilinu sem byrjaði fyrir 2,4 milljón árum síðan í tvennt. Jöklar ísaldarinnar sem huldu allt landið, mynduðu leifarnar af jarðskorpuflekanum sem eru Færeyjar í dag. Ísaldarjökullinn fergdi eyjarnar frá suðvestri og myndaði dali. Þessir dalir komu í ljós þegar jökullinn hörfaði, þá flæddi sjór inn í land þar sem jökullinn hafði áður legið og bjuggu til núverandi sund og firði færeyja. Stærsta stöðuvatn færeyja, Sørvágsvatn var dalur sem myndaðist á ísöld, en vatnið er í 10 metra hæð yfir sjávaarmáli og því flæddi ekki sjór í vatnið.

Ísaldirnar mótuðu Færeyjar í núverandi form. Það er mjög einkennandi fyrir eyjarnar að í suðaustur eða norðvesturátt eru mörg sund og firðir. Þetta gefur þá sýn fyrir vegfarendur að erfitt er að gera greinarmun á því hvort sé um að ræða fjörð eða eyju á hinum enda sundsins.

Landslagsþættir breyta

 
Kaldbaksbotnur á Straumey, Færeyjum er fjörður með sandströnd.

Þar sem jöklarnir fergdu landið sjást dalir. Oftast eru dalirnir í botni fjarða og stundum með sandstrandir, eins og í Kaldbaksbotnur og Tjørnuvík.

Lengsti jökuldalur (U-laga dalur) í Færeyjum er hinn 11 kílómetra langi dalur á milli Saksun og Hvalvík, Saksundalur. Þar og við alla austurströndina er lárétt bjarg þar sem basalt og móbergslagið hefur mótað jökulinn. Dæmi um slíkt bjarg er Hamrabyrgi. Á milli bjarganna hvorum megin í dalnum eru grösug landsvæði. Ár sem liggja um björgin falla til jarðar sem fossar.

Fjallastígur frá austurströndinni og inn til eyjarinnar getur haft mörg björg sem oft eru nógu há að tindur fjallsins sést ekki lengur. Frá 300 metra hæð er öðruvísi landslag og þar tekur við norðurheimskauts alpafjalla landslag. Á hverjum 100 metrum minnkar hitastigið um hálfa gráðu á celsíus. Meirihluti færeyjinga búa við ströndina. Þar eru rík fiskimið en jafnframt skjól fyrir vindum og gott landbúnaðarsvæði. Hálendi færeyja er nær engöngu fyrir þær 70.000 kindur færeyja sem beitiland.

Stærstu fjöll eyjanna hafa myndast á jarðskorpuflekanum. Þetta eru oftast flatir stapar. Til dæmis er hæsta fjall færeyja, Slættaratindur eitt þeirra. Brattinn að rætum þess við Atlantshafið er nokkuð jafn og það er eitt hæsta sinnar tegundar, í flokki fjalla sem hafa rætur við sjávarmál.

Önnur fjöll eyjanna eru fjallagarðar, sem að móta heilu eyjarnar, eins og Kalsoy og Kunoy. Við enda þeirra eru þeir píramídslaga. Fjöllinn fylgja oft fjallagarði með U-laga dölum á milli þeirra. Ef að dalurinn er fyrir neðan sjávarmál þá er hann í öllum tilvikum fjörður eða sund.

Veðurfar Færeyja sér um að fjallstindar færeyja yfir sumartímann eru aldrei huldir þrátt fyrir að snjóhengjur séu til staðar.

Björg, drangar og hólmar breyta

 
Vestmannabjørgini á Straumey, Færeyjum.

Björg færeyja eru á meðal þeirra hæstu í heimi. Þegar haft er í huga hvaða björg færeyja eru hæstir, þarf að hafa í huga hvort þeir séu lóðréttir niður eða bara verulega brattir. Cape Enniberg (754 metra hátt) er nyrsti punktur færeyja og jafnframt hæsti lóðrétti klettur Evrópu. Á meðal kletta sem eru verulega brattir er Kunoyarnakkur (819 metra hár) á norðurhluta Kunoy er á meðal þeirra hæstu í heiminum. Lóðrétt björg á austurströnd færeyja eru fuglabjörg og varpstaður færeyskra fugla.

Þessi strandlengja er sífellt sorfin af brimi sem verður allt að 50 metra há og jafnframt stormum yfir veturinn. Í björgunum eru margir hellar sem sjórinn hefur skolað í burtu. Hellarnir myndast þegar að sjórinn flæðir út úr holu í berginu sem skapar loftþrýsting sem að hluta til er orsökin á bak við að holan sprengir út frá sér. Á sama hátt eru drangar meðfram ströndinni, eins og Risinn og Kellingin. Meðfram ströndinni eru jafnframt grasgrónir hólmar og sker. Sker færeyja eru graslaus en þau eru algeng heimakynni útselsins.

Heimildir breyta