Slættaratindur
Slættaratindur er hæsta fjall Færeyja og er 880 metrar[1] á hæð. Fjallið er á norðurhluta Eysturoyar á milli þorpanna Eiðis, Funnings og Gjár. Nafnið Slættaratindur vísar til þess að tindurinn er nokkuð flatur, eða sléttur. Slættaratindur er eitt af 10 fjöllum í Færeyjum sem eru meira en 800 m há. Gráfelli, sem er næsthæsta fjall Færeyja, er rétt norðaustan við Slættaratind.
Tilvísanir
breyta- ↑ „US.fo, Slættaratindur er ikki longur 882 m, men 880 m (Slættaratindur er ekki lengur 882 m, heldur 880 metrar)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. september 2012. Sótt 6. júlí 2013.