Slættaratindur er hæsta fjall Færeyja og er 880 metrar[1] á hæð. Fjallið er á norðurhluta Eysturoyar á milli þorpanna Eiðis, Funnings og Gjár. Nafnið Slættaratindur vísar til þess að tindurinn er nokkuð flatur, eða sléttur. Slættaratindur er eitt af 10 fjöllum í Færeyjum sem eru meira en 800 m há. Gráfelli, sem er næsthæsta fjall Færeyja, er rétt norðaustan við Slættaratind.

Fjallið Slættaratindur

Tilvísanir

breyta
  1. „US.fo, Slættaratindur er ikki longur 882 m, men 880 m (Slættaratindur er ekki lengur 882 m, heldur 880 metrar)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. september 2012. Sótt 6. júlí 2013.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.