Beinisvørð er 469 metra hátt fuglabjarg á Suðuroy í Færeyjum. Það er næsthæsta bjarg Færeyja, aðeins Enniberg er hærra. Bjargið er á milli bæjarfélaganna Sumba og Lopra. Það er vinsæll varpstaður fugla og íbúar Sumba sigu niður í bergið eftir fuglum og eggjum og síga raunar enn í dag síga í bergið til að veiða lunda.

Beinisvørð séð frá sjónum.

Tvö af frægustu skáldum Færeyja hafa ort um bjargið, þeir Poul F. Joensen (1898-1970) og Janus Djurhuus (1881-1948). Hanus G. Johansen hefur samið lög við ljóð Pouls og þau hafa verið mjög vinsæl meðal allra aldurshópa í Færeyjum.

Gamli vegurinn á milli Lopra og Sumba liggur í 50 metra fjarlægð frá bjarginu og er auðvelt að komast af honum fram á bjargbrúnina til að virða fuglabjargið fyrir sér. Vegurinn er mjög brattur niður að Lopru en liggur í jöfnum halla til Sumba. Það kennileiti sem er næst klettinum á veginum er Hestin. Núverandi vegur á milli þessara bæjarfélaga liggur um Sumbiargöngin sem liggja í gegnum bjargið og eru 3.240 metra löng. Þau voru tekin í notkun 1997.

Tengill

breyta