Saxhöfn

(Endurbeint frá Saksun)

Saxhöfn (færeyska: Saksun, eldra færeyskt nafn: Sakshøvn) er gamalt þorp á norðvestur-Straumey í Færeyjum sem rekja má að minnsta kosti til 14. aldar. Það liggur í Saxhafnardal. Íbúar eru nú einungis 10 (2015). Saxhafnarkirkja var byggð árið 1858 en þá var ákveðið að taka kirkjuna í Tjørnuvík í sundur og flytja yfir til Saxhafnar. Dúvugarður er safn gamalla húsa.

Saxhöfn
Staðsetning Saxhafnar á Færeyjakorti

Saxhafnarvatn er skammt frá byggðinni. Vel þekkt gjóskulag, Saksunarvatnsgjóskan, er kennd við vatnið en þar fannst hún fyrst. Þetta er mikilvægt leiðarlag í jarðvegi og setlögum á Íslandi, Færeyjum og víðar við norðanvert Atlantshaf og á hafsbotninum. Það er 10.200 ára gamalt og upprunnið í Grímsvötnum í Vatnajökli.

Heimild

breyta

Færeyska Wikipedia -Saksun. Skoðað 29. apríl, 2017