Japönsk ansjósa

Japönsk ansjósa (fræðiheiti: Engraulis japonicus) er lítill sjávarfiskur af ansjósuætt og er náskyld evrópsku ansjósunni. Hún er algeng í Vestur-Kyrrahafinu, Japanshafi, við Kyrrahafsstrendur Japans allt suður að Taívan en hefur einnig fundist í kringum Filippseyjar. Ansjósan verður um 14 cm löng og mest um 45g að þyngd og lifir að meðaltali í 3-4 ár en stærsta ansjósan sem veidd hefur verið var 18 cm löng.

Japönsk ansjósa
Engraulis japonicus 01.JPG
Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Síldfiskar (Clupeiformes)
Ætt: Ansjósuætt (Engraulidae)
Ættkvísl: Engraulis
Tegund:
Japönsk ansjósa

Tvínefni
Engraulis japonicus
Temminck & Schlegel, 1846
Samheiti
  • Atherina japonica Houttuyn, 1782
  • Engraulis capensis (non Gilchrist, 1913)
  • Engraulis japonica Temminck & Schlegel, 1846
  • Engraulis zollingeri Bleeker, 1849
  • Engraulus japonicus Temminck & Schlegel, 1846
  • Stolephorus celebicus Hardenberg, 1933
  • Stolephorus zollingeri (Bleeker, 1849)

ÚtbreiðslaBreyta

Japanska ansjósan finnst í stórum torfum í nálægt yfirborði (frá 0-400m dýpi) en þó allt að 1000 km frá landi. Hún á það til að færa sig norðar og nær landi á vorin og sumrin. Ansjósan hrygnir allt árið í um kring en mest á veturnar og byrjun vors við suðurhluta Japans og á vorin og haustin í Kyrrahafinu við Japan að norðurhluta Taívan, aðallega á öðru ári lífs síns. Eggin klekjast út eftir 30 klst við 20-25°C en eftir 48 klst við 18°C.

ÚtlitBreyta

Það er auðvelt að greina japönsku og evrópsku ansjósuna frá öðrum ansjósutegundum; hún er með breiðan kjaft og munnvikin aftan við augun, oddhvöss trjónan nær út yfir neðri kjálkann. Fiskurinn líkist brislingi þar sem hann er með klofinn sporð og einn bakugga, en búkurinn er sívalur og mjór. Japönsk ansjósa er grænblá á litinn á bakinu og með silfurlitaða línu alveg frá neðsta ugga.

FæðaBreyta

Aðalfæða fiskanna eru ýmis dýrasvif, en einnig lítil krabbadýr, lindýr, fiskhrogn, lirfur og kísilþörungar.

VeiðarBreyta

Ansjósan hefur verið veidd í atvinnuskyni í Japan frá 10 öld, hún var mikið veidd frá 1890-1912, veiðin var sveiflukennd til 1930 og fór síðan niður á við með stöku sveiflum til 1990 en hefur verið mikil síðan þá. Árið 2011 var heimsaflinn rétt rúmlega 1.300.000 tonn og hafa aðeins 4 lönd veitt fiskinn en það eru Alþýðulýðveldið Kína, Japan, Suður-Kórea og Lýðveldið Kína þar sem Kínverjar eru langstærstir. Fiskurinn hefur aðallega verið veiddur með hringnót (60%) og dragnót í gegnum árin. Stofninn er talinn hafa verið ofveiddur síðustu ár en heldur sér vel samt sem áður.

Markaðir og afurðirBreyta

Algengasta aðferðin við matreiðsu á ansjósum er að slægja þær og salta í saltvatni, en þær eru einnig þurrkaðar og notaðar í sósur og krydd í ýmsum löndum. Stærstu markaðirnir eru í Suðaustur-Asíu, Marokkó, Indónesíu og einnig lítillega í Evrópu.

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist