Sóleyjar
Sóleyjar (fræðiheiti Ranunculus) er stór ættkvísl (500 - 600 tegundir) í sóleyjabálki. Yfirleitt eru þetta fjölærar jurtir, sjaldan ein- eða tvíærar, sem vaxa oft í eða við vatn. Margar tegundirnar eru eitraðar,[2] en eitrið verður yfirleitt óvirkt við þurrkun. Útbreiðslan er á öllum heimsálfunum að undanskildu Suðurskautslandinu. Margar tegundirnar eru ræktaðar til skrauts.
Lónasóley (Ranunculus trichophyllus)
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
|
Á Íslandi vaxa eftirfarandi tegundir:
- Brennisóley (Ranunculus acris eða R. subborealis)
- Dvergsóley (Ranunculus pygmaeus)
- Flagasóley (Ranunculus reptans)
- Jöklasóley (Ranunculus glacialis)
- Lónasóley (Ranunculus trichophyllus)
- Sifjarsóley (Ranunculus auricomus)
- Skriðsóley (Ranunculus repens)
- Trefjasóley (Ranunculus hyperboreus)
Tilvísanir
breyta- ↑ Carl von Linné: Species Plantarum. Band 1, Lars Salvius, Stockholm 1753, S. 548 (Snið:Digitalisat).
- ↑ Josef Domes: Anmerkungen zur Pharmakologie des Hahnenfusses. In: Würzburger medizinhistorische Mitteilungen 7, 1989, S. 337 f.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Sóleyjar.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Ranunculus.