Beerenberg

Beerenberg er 2277 metra hátt eldfjall á Jan Mayen. Jökull þekur fjallið og liggja úr því skriðjöklar niður að sjó. Beerenberg þýðir Bjarnarfjall á hollensku en hollenskir hvalveiðimenn voru á þessum slóðum á 17. öld og sáu þar ísbirni. Fjallið gaus síðast árið 1985 en söguleg gos sem vitað er um áttu sér stað árin 1732, 1818, 1851 og 1970.

Beerenberg.
Kjerulf skriðjökull Beerenbergs.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Beerenberg“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18.september 2016.