Músareyra (fræðiheiti: Cerastium alpinum) er fjölært blóm af hjartagrasaætt. Það ber hvít hvít krónublöð sem eru klofin í endann. Krónublöðin eru þriðjungi til helmingi lengri en bikarblöðin og þannig þekkist jurtin frá vegarfa sem er annars nokkuð líkur. Blómin eru 1,5 til 2 sm í þvermál og í þeim eru 10 fræflar. Frævan er oftast með 5 stílum. Jurtin er öll hærð og á stilknum eru gagnstæð, stilklaus blöð.

Músareyra

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasabálkur (Caryophyllales)
Ætt: Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae)
Ættkvísl: Fræhyrnur (Cerastium)
Tegund:
Músareyra

Tvínefni
Cerastium alpinum
L.

Músareyra vex í malarkenndum jarðvegi, mólendi og brekkum á Grænlandi, Kanada og norðurhluta Evrópu. Til eru þrjár undirtegundir af músareyra.

Samlífi

breyta

Á Íslandi vex sveppurinn grasmúrgróungur (Pleospora herbarum) á dauðum vefjum ýmissa plöntutegunda,[1] meðal annars á músareyra.[2] Músareyra er einnig þekktur hýsill fyrir sveppinn fræhyrnublaðmyglu.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  2. 2,0 2,1 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.