Leyniþjónusta er opinber greiningardeild sem safnar upplýsingum og greinir þær til þess að vernda þjóðaröryggi ríkisins. Leyniþjónustur safna upplýsingum meðal annars með njósnastarfsemi, samskiptaeftirliti, dulráðningum, samstarfi við aðrar stofnanir og greiningu á opinberum gögnum.

Höfuðstöðvar bresku leyniþjónustunnar MI6 í Lundúnum.

Leyniþjónustur gegna oft eftirfarandi hlutverki:

  • greina upplýsingar sem varða þjóðarhagsmuni;
  • fylgjast með mögulegum óvinum og ráða í áform þeirra;
  • vara við yfirvofandi hættu;
  • veita varnarmálastofnunum upplýsingar;
  • vernda viðkvæmar upplýsingar ríkisins; og
  • hafa í leyni áhrif á atburðarás sem varðar þjóðarhagsmuni.

Stundum eru leyniþjónustur einnig leynilögreglustofnanir sem vernda þjóðaröryggi með leynilegri lögreglustarfsemi og gagnnjósnum innanlands.

Stundum eru leyniþjónustur sakaðar um að taka þátt í að ráða fólk af dögum, stunda vopnasölu, koma af stað byltingum og stunda áróðursstarfsemi erlendis til að tryggja þjóðarhagsmuni (til dæmis þjóðaröryggi og viðskiptahagsmuni) í heimalandi sínu.

Tengt efni breyta