Jóhann Friðrik Friðriksson

íslenskur stjórnmálamaður

Jóhann Friðrik Friðriksson (f. 26. mars 1979) er alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Hann náði fyrst kjöri í Alþingiskosningunum 2021 og datt út í alþingiskosningunum 2024.

Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2021 2024  Suður  Framsóknarfl.
Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
frá til    flokkur
2018 2022  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. mars 1979 (1979-03-26) (45 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurFramsóknarflokkurinn
MakiErla Hafsteinsdóttir
Börn3
MenntunHeilbrigðisvísindi
Lýðheilsuvísindu
HáskóliSuður-Karólínuháskóli
Æviágrip á vef Alþingis

Jóhann útskrifaðist með BA-próf í heilbrigðisvísindum frá Arnold School of Public Health við Suður-Karólínuháskóla 2011 og með meistarapróf í lýðheilsuvísindum frá sama skóla 2013. Hann var framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs 2019–2021.

Jóhann var oddviti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Hann sat í bæjarstjórn 2018 til 2022 og var forseti bæjarstjórnar 2018 til 2020.

  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.