Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen - Á morgun
Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngja Alfreð Clausen og Ingibjörg Þorbergs lögin Á morgun og Stefnumótið, við undirleik tríós Carl Billich. Í tríóinu voru auk Billich, Josef Felzmann og Einar B. Waage. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen | |
---|---|
IM 27 | |
Flytjandi | Ingibjörg Þorbergs, Alfreð Clausen, Carl Billich, Josef Felzmann, Einar B. Waage |
Gefin út | 1953 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Lagalisti
breyta- Á morgun - Lag og texti: Ingibjörg Þorbergs - ⓘ
- Stefnumótið - Lag - texti: Ásta Sveinsdóttir - Númi Þorbergsson - ⓘ
Lagið Á morgun
breytaLag Ingibjargar Þorbergs Á morgun vakti verðskuldaða athygli þegar það kom fyrst út 1953. Gæði lagsins, útsetning og flutningur alllur hefur fært lagið í öndvegisflokk sígildra íslenskra dægurlaga, sem yngri kynslóðir sækja innblástur í og leitast við að endurvekja. Í leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Þrek og tár, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1995 var lagið sungið af Eddu Heiðrúnu Backman og Agli Ólafssyni. Síðan tóku Megas og senuþjófarnir lagið á samnefndri plötu sinni 2008. Árið 2011 sungu svo Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius það inn á plötu með Sinfóníuhljómsveitinni. Lagið er fyrsta íslenska dægurlagið sem kona semur og syngur sjálf inn á hljómplötu.