Ibn Khaldun
(Endurbeint frá Ibn Khaldoun)
Ibn Khaldūn eða Ibn Khaldoun (fullt nafn: أبو زيد عبد الرحمن بن محمد بن خلدون الحضرمي (Abū Zayd ‘Abdu r-Raḥman bin Muḥammad bin Khaldūn Al-Hadrami; 27. maí 1332 – 19. mars 1406) var arabískur fjölfræðingur — stærðfræðingur, stjörnufræðingur, hagfræðingur, sagnfræðingur, félagsfræðingur, guðfræðingur, lögfræðingur, stjórnmálamaður og hugsuður — fæddur í Norður-Afríku (í dag Túnis). Hann er talinn vera fyrirrennari ýmissa fræðigreina, svo sem lýðfræði, menningarfræða og félagssögu, félagsfræði og hagfræði.