Hohhot Baita-alþjóðaflugvöllurinn

alþjóðaflugvöllur í Kína

Alþjóðaflugvöllur Hohhot Baita (IATA: HET, ICAO: ZBHH) (kínverska: 呼和浩特白塔国际机场; rómönskun: Hūhéhàotè Báitǎ Guójì Jīcháng) er flughöfn Hohhot höfuðborgar sjálfstjórnarhéraðsins Innri-Mongólía í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann mun innan fárra ára verða yfirtekinn af öðrum nýrri og stærri flugvelli sem er nú í byggingu.

Mynd sem sýnir Hohhot Baita alþjóðaflugvöllinn við Hohhot borg, sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu í Kína.
Hohhot Baita alþjóðaflugvöllurinn við héraðshöfuðborgina Hohhot í Kína.
Mynd sem sýnir farþegaraðstöðu Hohhot Baita alþjóðaflugvallarins í Kína.
Farþegaaðstaða Hohhot Baita alþjóðaflugvallarins.

Þessi stærsti flugvöllur Innri-Mongólíu er staðsettur um 14 kílómetra austur af miðborg Hohhot. Nafnið Baita þýðir „hvíta pagóðan“ kemur frá frá Wanbu Huayanjing-pagóðunni, sem er einn af sögulegum stöðum í Hohhot borg, um 6 kílómetrum suðaustur af flugvellinum.

Flugvöllurinn sem tók til starfa árið 1958, hefur vaxið hratt. Árið 2018 afgreiddi flugvöllurinn um 12.2 milljónir farþega og um 40.000 tonn af farmi.

Hohhut flugvöllur hefur margoft verið stækkaður. Með hröðum vexti borgarinnar hefur flugvöllurinn, umkringdur þéttbýli, ekki meira svigrúm til stækkunar. Með einungis eina farþegamiðstöð er hann er kominn yfir getu hvað varðar farþegafjölda. Því er í byggingu nýr flugvöllur sem mun leysa hann af hólmi, undir heitinu Hohhot-Shengle alþjóðaflugvölurinn.

Strætisvagnar tengja flughöfnina við miðborg Hohhot og nágrannaborgir.

Flugfélögin Air China, China Eastern Airlines, China Express Airlines,China Southern Airlines, Hainan Airlines og Tianjin Airlines, eru umsvifamest á flugvellinum. Alls starfa þar 35 flugfélög.

Flugvöllurinn býður meira en 130 flugleiðir til innlendra og erlendra borga. Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en alþjóðaflug er frá Taípei, Hong Kong, Úlan Bator, Nha Trang og fleiri staða.

Tölfræði breyta


Tenglar breyta

  • Vefsíða Travel China Guide um Hohhot Baita flugvöllinn.. Almennar upplýsingar, kort af flugvellinum, samgöngur almenningsvagna á flugvöllinn o.fl.

Heimildir breyta