Hliðarhljóð
Hliðarhljóð eða hliðmælt hljóð er samhljóð sem líkist l. Þegar hliðarhljóð er mælt flæðir loft meðfram tungunni, en það getur ekki farið þversum miðju munnsins því tungun stíflar það. Með flestum hilðarhljóðum snertir tungun efri tennurnar (sjá tannhljóð) eða tannbergið rétt fyrir aftan tönnunum (sjá tannbergshljóð). Algengustu hliðarhljóðin eru nálgunarhljóð, sem tilheyra mjúkhljóðum, en hliðmælt önghljóð og hálflokhljóð eru til á sumum tungumálum.
Flokkun
breytaNálgunarhljóð
breyta- Óraddað tannbergsmælt hliðmælt nálgunarhljóð [l̥]
- Raddað tannbergsmælt hliðmælt nálgunarhljóð [l]
- Rismælt hliðmælt nálgunarhljóð [ɭ]
- Óraddað framggómmælt hliðmælt nálgunarhljóð [ʎ̥]
- Raddað framggómmælt hliðmælt nálgunarhljóð [ʎ]
- Gómmælt hliðmælt nálgunarhljóð [ʟ]
Önghljóð
breyta- Óraddað tannbergsmælt hliðmælt önghljóð [ɬ] (í navajóísku, íslensku, velsku)
- Raddað tannbergsmælt hliðmælt önghljóð [ɮ] (í mongólsku, tigak)
- Óraddað rismælt hliðmælt önghljóð [ɬ̢] (í tóda)
- Óraddað framgómmælt hliðmælt önghljóð [ʎ̥˔] (í dahaló)
- Raddað gómmælt hliðmælt önghljóð [ʟ̝] (í archi)
- Óraddað gómmælt hliðmælt önghljóð [ʟ̝̊] (í archi, nii)
Hálflokhljóð
breyta- Óraddað tannbergsmælt hliðmælt hálflokhljóð [tɬ] (í navajóísku)
- Þrýstimælt tannbergsmælt hliðmælt hálflokhljóð [tɬʼ] (í navajóísku)
- Raddað tannbergsmælt hliðmælt hálflokhljóð [dɮ]
- Óraddað Tannbergsmælt hliðmælt hálflokhljóð [cʎ̥] (í hadza)
- Þrýstimælt framgómmælt hliðmælt hálflokhljóð [cʎ̥ʼ] (í dahaló, hadza)
- Raddað gómmælt hliðmælt hálflokhljóð [ɡʟ̝] (í laghuu)
- Óraddað gómmælt hliðmælt hálflokhljóð [kʟ̝̊] (í [[v], and laghuu)
- Þrýstimælt gómmælt hliðmælt hálflokhljóð [kʟ̝̊ʼ] (í archi, glwi, súlú)
Skellihljóð
breyta- Tannbergsmælt hliðmælt skellihljóð [ɺ] (í wayuu)
- Rismælt hliðmælt skellihljóð [ɺ̢] (í pastú, iwadja)
- Framgómmælt hliðmælt skellihljóð [ʎ̯] (í iwadja)
Þrýstihljóð
breyta- Tannbergsmælt hliðmælt þrýstimælt þrýstihljóð [ɬ’] (í adygeysku)
- Tannbergsmælt hliðmælt þrýstimælt þrýstihljóð [tɬ’]
- Framgómmælt hliðmælt þrýstimælt þrýstihljóð [cʎ̥ʼ]
- Gómmælt hliðmælt þrýstimælt þrýstihljóð [kʟ̝̊ʼ]
Smellihjóð
breyta- Tannmælt hliðmælt smellihljóð [ǁ̪ ], [ᶢǁ̪ ], [ᵑǁ̪ ], o.s.frv. (í !Kung)
- Tannbergsmælt hliðmælt smellihljóð [ǁ ], [ᶢǁ ], [ᵑǁ ], o.s.frv. (í kojsanmálum og bantúmálum)