Notkun Wikipediu
- Skoðaðu kynningu fyrir lesendur og svör við algengum spurningum.
- Leiðbeiningar um hvernig á að leita í efni Wikipediu er að finna þessari síðu. Aðrar leiðir til þess að nálgast efni Wikipediu er í gegnum gáttir annars vegar og flokka hins vegar. Heildarefnisyfirlit má finna hér (sú síða er svo alltaf aðgengileg í hliðarstikunni hér vinstra meginn).
- Ef þú veist ekki hvað þú vilt skoða þá er kjörið að kalla upp grein af handahófi eða skoða okkar bestu greinar sem eru til sýnis á úrvalsgáttinni.
- Ef þú vilt vitna í Wikipediu getur þú fengið dæmi um hvernig skrá má Wikipediu-síður í heimildaskrá hérna. Hafðu þó í huga að Wikipedia er ekki endilega rétt heimild til að nota í skólaverkefni, ekki frekar en aðrar alfræðiorðabækur. Það fer auðvitað allt eftir samhengi og aðstæðum hverju sinni.
- Þér er frjálst að afrita efni af Wikipediu og nota það eins og þér sýnist án þess að biðja um sérstakt leyfi. Það eru aðeins tvenn skilyrði: 1) Þú þarft að geta höfunda efnisins við slíka notkun (vefslóð á greinina sem afrituð var er nægjanleg tilvísun) og 2) þú mátt aðeins dreifa efninu áfram eða breyta því ef þú lætur sömu vægu skilyrðin gilda um afleidd verk. Fáðu nánari skýringar á þessari síðu.
|
Skrifað fyrir Wikipediu
- Byrjendanámskeiðið fer yfir öll helstu atriðin sem nýir höfundar þurfa að kunna skil á.
- Áður en þú stofnar grein sem ekki er til fyrir þá ættir þú að velta því fyrir þér hvort að umfjöllunarefnið sé markvert og hvort að hægt sé að sannreyna skrif um það með vísunum til áreiðanlegra heimilda.
- Þér er velkomið að skrifa stubba. En vonandi skrifar þú líka lengri og fyllri greinar. Þú getur séð leiðbeiningar um hvernig eigi að setja upp góða grein á þessari síðu. Kröfurnar sem gerðar eru til gæðagreina og úrvalsgreina ættu líka að veita þér innsýn í það hvernig góð alfræðigrein ætti að vera.
- Ef þig vantar efni til að skrifa um, þá er hérna listi yfir ábendingar sem lesendur vefsins hafa komið á framfæri. Hérna er listi yfir ~1000 greinar sem ættu að vera til á öllum útgáfum Wikipediu og hérna er ennþá lengri listi yfir greinar sem ættu að vera til. Þú getur líka tekið þátt í samvinnu mánaðarins sem gengur út á það að bæta umfjöllun Wikipediu um tiltekið efnissvið.
|