Inngangur   Breytingar   Textavinnsla   Tenglar   Heimildaskráning   Spjallsíður   Nokkur mikilvæg atriði   Skráning   Lokaorð    
Flýtileið:
H:NS

Námskeið um skrif á Wikipediu – Inngangur breyta

Wikipedia er samvinnuverkefni um að skrifa alfræðirit sem að þú getur tekið þátt í. Þetta námskeið mun hjálpa þér að komast í hóp okkar.

Eftirfarandi síður munu veita þér leiðbeiningar um útlit og innihald Wikipediu-greina og segja þér frá Wikipedia samfélaginu og mikilvægustu reglunum og viðmiðunum sem við förum eftir.

Þetta er aðeins grunnnámskeið en ekki tæmandi leiðarvísir. Ef þú vilt ítarlegri leiðbeiningar þá verður tengt í aðrar upplýsingasíður eftir því sem efni standa til. Snjallt er að opna þær í nýjum glugga eða flipa í vafranum ef þú vilt lesa þær meðfram þessu námskeiði.

Það eru tenglar í sandkassasíður þar sem þú getur æft það sem þú hefur lært. Fiktaðu og prófaðu hluti og sjáðu hvað gerist. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að skemma neitt þar og enginn verður ósáttur við þig.

Jæja, lærum um breytingar!

Ath: Í þessu námskeiði er gengið út frá því að þú notir sjálfgefið útlit vefsins. Ef þú ert innskráður notandi sem hefur breytt útlitsstillingum getur verið að sumir tenglar séu ekki á sama stað og sýnt er í námskeiinu.