Wikipedia:Markvert efni

(Endurbeint frá Wikipedia:Markverðugleiki)
Þetta er síða sem tjáir skoðanir og hugmyndir sumra notenda Wikipediu. Ef til vill útskýrir hún og skerpir skilning á stefnum Wikipediu en eigi að síður inniheldur hún ekki opinberar reglur vefsins. Breytið og aukið við síðuna eftir þörfum eða notið spjallsíðuna til að ræða tillögur að veigamiklum breytingum.
Flýtileið:
WP:MARK
Markverðugleiki

Leiðbeiningar um markverðugleika


Efni er markvert ef það er þekkt utan þröngs hóps áhugamanna eða ætti að vera það vegna mikilvægis þess eða áhrifa. Þetta er útvíkkun á stöðlum er varða mikilvægi æviágripa. En markvert efni er ekki það sama og frægt efni eða mikilvægt; allt „frægt“ og „mikilvægt“ efni er markvert en ekki allt markvert efni er frægt eða mikilvægt.

það er engin opinber stefna um markverðugleika. Hins vegar eru ýmsar leiðbeiningar sem byggja á samkomulagi notenda varðandi hvað telst markvert efni á ýmsum sviðum, svo sem hljómsveitir, skáldsagnapersónur og vefsíður – ýmsar fleiri eru í mótun. Þegar grein uppfyllir ekki markverðugleikakröfurnar er það gjarnan notað sem rök fyrir því að eyða umræddri grein.

Þegar efni þykir ekki markvert er það m.a. gefið til kynna með orðum eins og „ómarkvert“ eða „ekki markvert“. Þegar notast er við rök af þessu tagi ættu notendur að útskýra í stuttu máli hvers vegna þeir telja að efnið sé ekki markvert (t.d. „hefur skrifað bók en hún hefur aldrei verið gefin út“).

Enda þótt leiðbeiningar um markvert efni séu ekki stefna (og raunar má deila um sjálft hugtakið markvert efni) er það eigi að síður skoðun sumra notenda að þetta sé meiningin með reglunni um að Wikipedia sé ekki ógagnrýninn sarpur upplýsinga (sem er formleg stefna Wikipediu). Margir notendur telja einnig þetta sé eðlilegur og sanngjarn prófsteinn á það hvort efnið hafi hlotið nægilega umfjöllun til þess að tryggja að hægt sé að fjalla um það á hlutlausan hátt byggt á sannreynanlegum upplýsingum, sem fengnar eru úr áreiðanlegum heimildum, án þess að frumrannsóknir fljóti með (allt eru þetta opinberar stefnur Wikipediu). Þótt einhverju þessara skilyrða sé ekki fullnægt er ekki endilega nauðsynlegt að eyða efninu; að sama skapi er ekki nauðsynlegt að samþykkja efni sem uppfyllir eitt eða fleiri áðurnefndra skilyrða.

Skilgreining

breyta

Deilur um markvert efni stafa að verulegu leyti af því skilgreiningar á markverðugleika stangast á. Ef notandi lýsir grein sem ómarkverðu efni gæti hann átt við að hún innihaldi frumrannsóknir, ósannreynanlegt efni eða sé hégómasíða — sem eru allt rök fyrir eyðingu greinar. Ef notandi telur að „ómarkverðri“ grein ætti að ekki að eyða gæti hann átt við að þrátt fyrir að hún fjalli um óþekkt efni sé hún eigi að síður ekki óalfræðileg í eðli sínu.

Stundum er orðið „markverðugleiki“ notað sem samheiti sannreynanleika þótt ekki séu allir á einu máli um það. Wikipedia ætti einungis að innihalda efni sem er sannreynanlegt og felur ekki í sér frumrannsóknir.

Í hugum margra er markverðugleiki tengdur mikilvægi. Greinar ættu að fjalla um efni sem skiptir einhvern fjölda fólks máli. Sumir notast við skilgreininguna: „Sá eiginleiki að vera mikilvægt eða eftirtektarvert efni.[1]. Þar sem Wikipedia byggir ekki á neinum frumrannsóknum vaknar spurningin hvort eitthvað hefur talist eftirtektarvert í áreiðanlegum heimildum. Það sem áreiðanlegar heimildir hafa talið markvert stangast oft á við persónulegar skoðanir notenda og þá vaknar spurningin hvers skoðanir skuli styðjast við. Vandinn við að styjast við mikilvægi er sá að manni getur fundist eitthvað mikilvægt (til dæmis gæti manni fundist sérhvert andlát mikilvægt, óháð því hver á í hlut) en ekki markvert eða réttlæta grein; en á hinn bóginn getur manni fundist eitthvað annað ómikilvægt eða markvert (til dæmis fræg myndasaga). Áreiðanlegar heimildir gætu gefið til kynna að myndasagan sem virðist ómikilvæg sé markverðari en andlátið sem er miklu mikilvægara.

Hugmyndin um markverðugleika er að einhverju leyti tengd leiðbeiningum um hégómasíður. Wikipedia ætti ekki að innihalda neitt sem virðist ætlað að auka persónulega frægð höfundar eða náins fjölskyldumeðlimar hans eða vina.

Sumir notendur eru þeirrar skoðunar að orðið „markverðugleiki“ hafi fengið slæmt orðspor á Wikipediu vegna þess að það er oft notað í fyrir „ég hef ekki heyrt þess getið“ eða „mér finnst þetta óáhugavert efni“.

Ómarkvert efni er ekki...

breyta

Af því að hugtakið er oft notað á ónákvæman hátt eða gert er ráð fyrir að hugmyndin um ómarkvert efni jafngildi einhverju af eftirfarandi er rétt að útskýra vandlega hvað felst ekki í ómarkverðu efni.

Allar upplýsingar á Wikipediu verða að vera fengnar úr aðgengilegri og áreiðanlegri heimild. Oft er ósannreynanlegt efni ekki markvert (eins og til dæmis hvað ég er með í vasanum núna) en í mörgum tilfellum er ómarkvert efni sannreynanlegt. Til dæmis er Aristarkos frá Tegeu lítt þekkt harmleikjaskáld en um hann eru eigi að síður til sannreynanlegar upplýsingar. Eitthvað er sannreynanlegt einungis ef hægt er að fá það staðfest í áreiðanlegum heimildum sem notendur Wikipediu gætu haft aðgang að (t.d. á almenningsbókasafni). Grein má ekki vera einungis sannreynanleg í kenningu - ef eina heimildin um eitthvað sá sem er að koma því á framfæri og fréttayfirlýsing hans, þá er það ekki sannreynanlegt. Leitið að tilvísunum í óháðum fræðilegum tímaritum eða víðlesnum tímaritum og vel þekktum fjölmiðlum: upplýsingarnar verða að vera sannreynanlegar í áreiðanlegri óháðri heimild.

Það er ekki skortur á frægð sem er vandinn við einhverja síðu, heldur það að ekki sé hægt að sannreyna upplýsingarnar.
– Jimbo Wales [2] („writing only as another user, not as The Jimbo“)

Hlutleysi er ekki samningsatriði. Af því leiðir að við getum ekki gefið minnihlutasjónarmiðum ofaukið vægi. Við verðum þess vegna að geta gengið úr skugga um að um efnið sé fjallað á hlutlausan hátt. Aftur á móti geta minnihlutasjónarmið haft jafnmikið vægi og mikilvægari sjónarmið í greinum sem eru helgaðar þessum minnihlutasjónarmiðum.

Grein má ekki innihalda upplýsingar sem dregur taum annars sjónarmiðsins af handahófi. Hins vegar blandast persónulega sjónarmið oftast í skrifin í greinum um ómarkverð efni (líkt og í greinum um markverð efni) þegar penni sem hefur þekkingu eða áhuga á efninu skrifar um það og dregur taum einhvers, annaðhvort vísvitandi eða óafvitandi. Þennan vanda má laga og hlutdrægar greinar um ómarkverð efni má beturumbæta jafnauðveldlega og hlutdrægar greinar um markverð efni - að því gefnu að viðfangsefnið hafi hlotið nægilega umfjöllun til þess að upplýstar umræður geti átt sér stað.

Óalfræðilegt

breyta

Í prentuðu alfræðiriti er ómarkvert efni ekki haft með af praktískum ástæðum. Wikipedia er á hinn bóginn öðruvísi og er ekki takmarkað á sama hátt. Það að viðfangsefni sé markvert er ekki nauðsynlegt skilyrði þess að komast í alfræðirit; The Star Trek Encyclopedia er til dæmis alfræðirit.

Markverðugleiki og eyðing greina

breyta

Það hafa verið færð rök fyrir því að markverðugleiki og „ómarkvert efni“ séu ekki mælikvarði á það hvort eyða skuli grein, vegna þess (meðal annars) að þess er ekki getið í stefnu Wikipediu um eyðingu greina; og fyrst Wikipedia er ekki prentmiðill og hefur (í orði kveðnu) ótakmarkað rými, þá er engin ástæða fyrir því að Wikipedia ætti ekki að innihalda „allt“ sem uppfyllir önnur skilyrði, svo sem sannreynanleikaregluna og frumrannsóknabannið.

Wikipedia er hins vegar ekki skrifræði og það er ekki skýrt afmarkaður hópur mælikvarða fyrir því hvort það eigi að eyða greinum. Greinum er eytt daglega m.a. vegna þess að efni þeirra þykir ómarkvert og þetta hefur viðgengist í nokkur ár.

Rök fyrir því að eyða greinum um ómarkvert efni

breyta

Ómarkvert efni á ekki heima á Wikipediu

breyta

Þar sem Wikipedia er ekki frumheimild né stoðrit — þaðan af síður vettvangur fyrir birtingu beinna athugana — á ómarkvert efni ekki heima á Wikipediu. Wikipedia er ekki vettvangur fyrir óalfræðilegar upplýsingar. Sumir hafa spurt „Hvers vegna ekki að skrifa grein um hund nágranna þíns, svo framarlega sem upplýsingarnar eru sannreynanlegar og umfjöllunin hlutlaus?“

Orðið „markvert“ er oft notað sem samheiti orðanna „einstakt“ og „fréttnæmt“. Mörgum hégómasíðum er eytt vegna þess að fólkið sem greinarnar fjalla um er ómarkvert. Stundum er efni í grein um ómarkvert efni sem mætti sameina annarri grein. Ef til dæmis breskur drengur vinnur til verðlauna hjá lögreglunni í hverfinu fyrir að hanna nýtt námsskipulag fyrir breska lögreglunema, þá gæti hann skrifað hégómagrein um sjálfan sig. Hið nýja skipulag gæti þá þótt markvert þótt smáatriðin er varða verðlaunaafhendinguna og persónu drengsins sé ómarkvert efni. Í þessu tilviki mætti sameina það sem er markvert á hégómasíðunni um breska drenginn stærri grein um námsfyrirkomulag í breskum lögregluskólum.

Ómarkvert efni laðar ekki að nýja penna

breyta

Ekki nógu margir notendur Wikipediu munu hafa áhuga á hundi nágranna þíns til að tryggja að greinin sé nákvæm, jafnvel þótt upplýsingarnar séu tæknilega séð sannreynanlegar.

Ómarkvert efni stíflar flokka

breyta

Flokkar hætta að vera nytsamlegir ef greinar um ómarkverð efni flæða yfir þá.

Fordæmi

breyta

Margir gera ráð fyrir að markverðugleikakrafan sé nú þegar í gildi.

Huglægni er ekki vandamál

breyta

Huglægt eðli markverðugleika er bara spurning um leiðbeiningar. Ef einhver merkir grein ranglega sem „ómarkvert efni“, þá munu þeir sem hafa meiri þekkingu á efninu auðveldlega sannfæra þá notendur eða hafa betur í rökræðum.

Markverðugleikakrafan er ekki endilega huglæg

breyta

Hvernig getum við sannreynt að um efnið sé fjallað á hlutlausan hátt ef ekki er fjallað um það annars staðar, til dæmis í fjölmiðlum? Sumir notendur telja að efni sé ómarkvert ef það hefur ekki vakið nægan áhuga utan Wikipediu til þess að hægt sé að semja hlutlausa grein með sannreynanlegum upplýsingum sem fengnar eru úr áreiðanlegum heimildum. Það er munur á lítt þekktu en mikilvægu efni sem er sannreynanlegt og efni sem skiptir einungis greinarhöfundinn máli og hefur af þeim sökum ekki hlotið neina óháða umfjöllun.

Rök gegn því að eyða greinum um ómarkvert efni

breyta

Ekki eyða greinum um sögulegar persónur af því að þær uppfylla ekki sömu markverðugleikakröfur og nútímafólk

breyta

Fólk sem var markvert á sínum tíma er oft í þeirri stöðu að ekki er hægt að finna heimildir um það á netinu. Google er ekki summa allrar þekkingar og „ég get ekki fundið neinar upplýsingar um þessa manneskju á netinu“ er ekki mælikvarði á eitt eða neitt. Leit á netinu að upplýsingum um markverðar sögulegar persónu er hlutdræg í þágu nútímafólks. Af þessum sökum ætti ekki að eyða greinum um sögulegar persónur á þeim grundvelli að um ómarkvert efni sé að ræða.

Það vantar hlutlægan mælikvarða

breyta

Það er enginn hlutlægur mælikvarði á markverðugleika annar er Leitarvélaprófið (athugið að mörgum þykir slíkt próf ekki hlutlægt eða áreiðanlegt) og því getur verið kerfisbundin hlutdrægni fólgin í mati á því hvort efni er markvert. „Ómarkvert efni“ er almennt ekki hlutlaus stimpill. Greinarhöfundur taldi efni greinarinnar klárlega nægilega markvert til þess að bæta því við.

Núverandi reglur eru nægjanlegar

breyta

Reglan um engar frumrannsóknir heldur úti flestu af því sem er óalfræðilegt. Það er ekki þörf á reglu um markvert efni svo framarlega sem sannreynanleikareglunni er beitt.

Góðu og gildu efni er eytt

breyta

Á nýlegri fjáröflunarsíðu segir, „Ímyndið ykkur heim þar sem allir hafa frjálsan aðgang að summu mannlegrar þekkingar. Það er það sem við erum að gera.“ Við erum ekki að gera það ef við eyðum greinum einungis vegna þess að efni þeirra er lítt þekkt. „Ítarleg umfjöllun um óþekkt efni skaðar engan því það er erfitt að finna slíkar greinar óvart og Wikipedia er ekki prentmiðill

Lítt þekkt efni er ekki skaðlegt

breyta

Wikipedia er ekki prentmiðill og hefur (nánast) ótakmarkað rými. Því ætti Wikipedia að innihalda „allt“ sem samræmist öðrum reglum. Það er pláss fyrir grein um hvaðeina sem er sannreynanlegt. Enginn skaði hlýst af því að leyfa óþekktu efni að fljóta með vegna þess að ef það er í raun og veru ómarkvert, þá mun fólk einfaldlega ekki leita að því eða tengja í það. Það veldur ekki miklu álagi á vefþjóna í sjálfu sér.

Er þörf á stefnubreytingu?

breyta

Stefna sem felur í sér að „eyða ef og aðeins ef efni greinarinnar er ekki sannreynanlegt í áreiðanlegri heimild“ myndi auðvelda mjög ákvarðanir um efni sem er á mörkunum og gera Wikipediu áreiðanlegri með því að ýta undir heimildanotkun. Vandinn við að skrifa „Eyða af því að efnið er ómarkvert“ er ekki sá hvort efnið á heima á Wikipediu, heldur að þetta er frasi sem segir hinum ekki hvers vegna greinin er ómarkverð.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Wikipedia:Notability“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. júlí 2006. Fyrirmynd greinarinnar var „Wikipedia:Non-notability“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. júlí 2006.