Lafði Hester Lucy Stanhope (12. mars 1776 – 23. júní 1839) var bresk aðalskona, ævintýrakona, fornleifafræðingur og einn frægasti ferðalangur síns tíma. Uppgröftur hennar í fornu hafnarborginni Askalon árið 1815 er talinn vera fyrsti uppgröfturinn sem byggðist á meginreglum nútímafornleifafræði, og notkun hennar á ítölsku miðaldaskjali er lýst sem „elsta dæmi um notkun fornleifafræðings á textaheimild“.[1][2] Bréf hennar og endurminningar gerðu hana fræga sem landkönnuð.[3]

Hester Stanhope

Æskuár

breyta

Stanhope var elsta barn Charles Stanhope, 3. jarls af Stanhope, og fyrstu eiginkonu hans, lafði Hester Pitt. Hún fæddist í Chevening og bjó þar til snemma árs 1800, þegar hún var send til ömmu sinnar, Hester Pitt, greifynju af Chatham, í Burton Pynsent.

Í ágúst 1803 flutti hún inn á heimili frænda síns, William Pitt yngri, til að sjá um heimili hans og gegna hlutverki gestgjafa. Sem forsætisráðherra Bretlands þurfti Pitt, sem var ógiftur, aðstoð við félagslífið sem fylgdi stjórnmálastarfinu. Hester sat við borðsenda hans og aðstoðaði við að taka á móti gestum. Hún varð þekkt fyrir fegurð sína og samræðuhæfni. Þegar Pitt var ekki á skrifstofunni starfaði hún sem einkaritari hans. Hún var einnig aðalhugmyndasmiður garðanna í Walmer-kastala á meðan hann var lávarður fimm hafnarborga. Breska stjórnin veitti henni árlegan lífeyri upp á 1200 pund eftir andlát Pitts í janúar 1806.

Eftir að hafa búið um tíma á Montagu-torgi í London flutti hún til Wales og yfirgaf síðan Stóra-Bretland fyrir fullt og allt í febrúar 1810 eftir dauða bróður síns. Vonbrigði í ástarmálum kunna að hafa orðið til þess að hún ákvað að fara í langa sjóferð. Fyrrum elskhugi hennar, Granville Leveson-Gower, fyrsti jarl af Granville, giftist annarri konu árið 1809 og frænku Stanhope (Wilhelminu Powlett, hertogaynju af Cleveland) grunaði að hún og undirhershöfðinginn sir John Moore – sem Stanhope átti í heitum bréfaskiptum við á meðan hann barðist í Skagastríðinu – kynnu að hafa íhugað hjónaband áður en hann dó í bardaga sama ár.[4][5]

Lífið erlendis

breyta

Í febrúar 1810 yfirgaf Stanhope Portsmouth ásamt bróður sínum James Hamilton Stanhope, sem fylgdi henni allt til Ródos. Í föruneyti hennar voru læknir hennar og síðar ævisöguritari, Charles Lewis Meryon, og vinnukonur hennar, Elizabeth Williams og Ann Fry. Á Ródos kynntist hún Michael Bruce, ævintýramanni og síðar þingmanni, sem varð elskhugi hennar og ferðafélagi. Því er haldið fram að þegar hópurinn kom til Aþenu hafi skáldið Byron lávarður, skólafélagi Bruce úr háskóla, stokkið í sjóinn til að taka á móti þeim. Byron lýsti Stanhope síðar sem „hættulegum hlut, konu með skopskyn“ og sagði að hún sýndi „mikið skeytingarleysi um viðteknar hugmyndir í bæði tali og framkomu“.[6] Hann hélt því síðar fram að hann hefði kosið að taka ekki þátt í umræðu um réttindi kvenna við Stanhope (sem var snjöll ræðukona) vegna þess að „ég fyrirlít kyn þeirra of mikið til að kíta við þær.“[7] Frá Aþenu ferðaðist föruneyti Stanhope til Konstantínópel (í dag Istanbúl), höfuðborgar Tyrkjaveldis. Þau ætluðu að halda áfram til Kaíró, sem hafði nýlega losnað við ringulreiðina eftir innrás Napóleons í Egyptaland og átökin sem fylgdu í kjölfarið.

Ferð til Austurlanda nær og Mið-Austurlanda

breyta

Á leið til Kaíró lenti skipið í stormi og beið skipbrot á Ródos. Þar sem allar eigur þeirra voru týndar fékk hópurinn lánuð tyrknesk föt. Stanhope neitaði að bera slæðu og valdi sér tyrknesk karlmannsklæði: skikkju, vefjarhött og inniskó. Þegar bresk freigáta flutti þau til Kaíró hélt hún áfram að klæðast fatnaði sem var afar óhefðbundinn fyrir enska konu. Hún keypti sér fjólubláa flauelsskikkju, útsaumaðar buxur, vesti, jakka, hnakk og sverð. Í þessum búningi mætti hún til hirðar pasjans. Frá Kaíró hélt hún áfram ferðum sínum um Mið-Austurlönd. Á tveggja ára tímabili heimsótti hún Gíbraltar, Möltu, Jónaeyjar, Pelópsskaga, Aþenu, Konstantínópel, Ródos, Egyptaland, Palestínu, Líbanon og Sýrland.[1] Hún neitaði jafnvel að bera slæðu í Damaskus. Í Jerúsalem var Kirkja hinnar heilögu grafar tæmd af gestum og opnuð sérstaklega henni til heiðurs.

Spákonur sögðu henni að örlög hennar væru að verða brúður nýs messíasar, og hún sendi hjúskaparboð til Ibn Sád, höfðingja Wahhabi-Araba (síðar leiðtoga Fyrsta sádiarabíska ríkisins).[8] Hún ákvað að heimsækja borgina Palmýru, jafnvel þótt ferðin lægi í gegnum eyðimörk með fjandsamlegum Bedúínum. Hún klæddi sig sem Bedúíni og réði úlfaldalest með 22 úlföldum til að bera farangur sinn.[9] Emírinn Mahannah el Fadel tók á móti henni og hún varð þekkt sem „Hester drottning“.

Fornleifarannsóknir

breyta

Samkvæmt Charles Meryon komst hún yfir ítalskt miðaldahandrit sem var afritað úr skrám klausturs einhvers staðar í Sýrlandi. Samkvæmt þessu skjali var mikill fjársjóður falinn undir rústum mosku í hafnarborginni Askalon sem hafði verið í eyði í 600 ár.[1] Árið 1815, með kortið sem leiðarvísi, ferðaðist hún að rústum Askalon á Miðjarðarhafsströndinni norðan við Gaza og sannfærði tyrknesk yfirvöld um að leyfa sér að framkvæmta uppgröft á staðnum.[10] Landstjóranum í Jaffa, Muhammad Abu Nabbut, var skipað að fylgja henni. Þetta varð fyrsti fornleifauppgröfturinn í Palestínu.

 
Lady Stanhope and Meryon correctly analyzed the history of the structure in Ashkelon before methods of modern archaeological analyses were known or used.
 
 
— ArchyFantasies, Lady Hester Lucy Stanhope: The First Modern Excavator of the Holy Land
 
In what might be rightfully called the first stratigraphical analysis of an archaeological site, [Meryon] reported that "there was every reason to believe that, in the changes of masters which Ascalon had undergone, the place in which we were now digging had originally been a heathen temple, afterwards a church, and then a mosque". It must be remembered that at the same time in Greece, excavators blissfully ignorant of stratigraphy boasted only of the quantity and artistic quality of their finds.
 
 
Restoring the Reputation of Lady Hester Lucy Stanhope, Neil Asher Silberman, BAR 10:04, Jul-Aug 1984.

Þó að hún hafi ekki fundið þrjár milljónir gullpeninga sem sagðar voru grafnar þar, grófu menn hennar upp sjö feta háa marmarastyttu án höfuðs. Þótt það gæti virst í andstöðu við nákvæmni uppgraftarins, fyrirskipaði Stanhope að styttan skyldi moluð í þúsund mola og hent í sjóinn.[1] Hún gerði þetta til að sýna ríkisstjórn Ottómana fram á að uppgreftri hennar var ætlað að endurheimta verðmæta fjársjóði fyrir þá, en ekki til að ræna menningarminjum og flytja til Evrópu, eins og margir landar hennar gerðu á þessum tíma.[11]

 
The statue dug up by Lady Hester at Ashkelon was therefore a dangerously tempting prize. Though headless and fragmentary, it was the first Greco-Roman artifact ever excavated in the Holy Land, a distinction that even Dr. Meryon recognized. Meryon was overjoyed with this discovery, and he supposed it to be the statue of a "deified king", perhaps one of the successors of Alexander the Great or even Herod himself. But Lady Hester did not share her physician’s antiquarian enthusiasm, for she had a great deal personally at stake. She feared that if she paid too much attention to it, "malicious people might say I came to look for statues for my countrymen, and not for treasures for the [Sublime] Porte", the customary phrase to describe the palace of the Sultan himself.
 
 
Neil Asher Silberman, Restoring the Reputation of Lady Hester Lucy Stanhope
 
Stanhope was not digging the ruins in Ashkelon for her own personal greed and gain. She appeared to be doing so in order to elevate the region of the world she had come to call home, looking to return the gold to the Ottoman Sultan. Also, the destruction of the statue was done in order to prove her devotion and disprove the idea that she was just trying to pillage Palestine for Britain. Likewise, her excavations were quite methodical, well recorded for the time, and the statue was documented before its destruction. All of these things were unusual techniques for the time, and thus makes Stanhope’s excavation unique and valuable to history. I quite agree with Silberman’s conclusion that Stanhope’s excavation "might be rightfully called the first modern excavation in the history of archaeological exploration of the Holy Land".
 
 
— ArchyFantasies, Lady Hester Lucy Stanhope: The First Modern Excavator of the Holy Land

Leiðangur hennar ruddi brautina fyrir bæði frrekari fornleifarannsóknir og þróun ferðaþjónustu á staðnum.[12]

Lífið meðal Araba

breyta
 
Kort frá 1844 af Druze Líbanon, sem sýnir aðsetur lafði Hester neðst í vinstra horninu.

Lafði Hester settist að nálægt Sídon, bæ á Miðjarðarhafsströndinni þar sem nú er Líbanon, um það bil miðja vegu milli Týrosar og Beirút. Hún bjó fyrst í Mar Elias-klaustrinu í þorpinu Abra, og síðan í öðru klaustri, Deir Mashmousheh, suðvestur af Casa Jezzine. Fylgdarkona hennar, ungfrú Williams, og læknirinn, dr. Charles Meryon, voru hjá henni í nokkurn tíma; en ungfrú Williams lést árið 1828 og Meryon fór árið 1831, en sneri aðeins aftur í lokaheimsókn frá júlí 1837 til ágúst 1838.[13] Þegar Meryon fór til Englands flutti lafði Hester í afskekkt yfirgefið klaustur í Joun, þorpi sem var átta mílur frá Sídon, þar sem hún bjó til dauðadags. Bústaður hennar, sem þorpsbúar kölluðu Dahr El Sitt, var efst á hæð.[14] Meryon gaf í skyn að henni líkaði vel við húsið vegna strategískrar staðsetningar þess; húsið var á toppi keilulaga hæðar, þar sem hægt var að sjá fólk koma og fara frá öllum hliðum.

Í fyrstu tók emírinn Bashir Shihab 2. á móti henni, en í gegnum árin veitti hún hundruðum flóttamanna úr trúarhópi drúsa griðastað og ávann sér þannig fjandskap hans. Í þessu nýja umhverfi hafði hún nánast alræðisvald yfir nærliggjandi svæðum og varð í reynd stjórnandi héraðsins.[15] Stjórn hennar á heimamönnum var svo mikil að þegar Íbrahím pasja hugðist ráðast inn í Sýrland árið 1832 óskaði hann eftir hlutleysi hennar. Hún hélt yfirráðum sínum með stjórnsemi og þeirri trú að hún hefði spádómsgáfu. Hún átti í bréfaskiptum við háttsett fólk og tók á móti forvitnum gestum sem lögðu sig fram um að heimsækja hana.

Hún safnaði miklum skuldum og notaði lífeyrinn frá Englandi til að greiða lánardrottnum sínum í Sýrlandi. Frá miðju árinu 1830 dró hún sig sífellt meira í hlé frá umheiminum, og þjónar hennar tóku að stela eigum hennar vegna þess að hún varð minna fær um að stjórna heimili sínu í einangruninni. Hugsanlega hefur Stanhope þjáðst af alvarlegu þunglyndi eða fengið elliglöp fyrir aldur fram. Síðustu æviár hennar tók hún ekki við gestum fyrr en dimmt var orðið, og jafnvel þá leyfði hún þeim aðeins að sjá hendur sínar og andlit. Hún huldi rakað höfuð sitt með vefjarhetti. Hún lést í svefni árið 1839.

Endurminningar

breyta

Árið 1846, nokkrum árum eftir dauða hennar, gaf Dr Meryon út bókina Memoirs of the Lady Hester Stanhope as related by herself in Conversations with her Physician í þremur bindum, og fylgdi henni eftir næsta ár með Travels of Lady Hester Stanhope, forming the Completion of her Memoirs narrated by her Physician í öðrum þremur bindum.[13]

Í öðrum miðlum

breyta
  • 1838: Ljóð eftir Letitiu Landon, „Djouni: the Residence of Lady Hester Stanhope“ var birt í „Fisher's Drawing Room Scrap Book“, 1838, ásamt myndskreytingu.
  • 1844: Í Eothen eftir Alexander Kinglake er VIII. kafli helgaður Hester Stanhope
  • 1866: Þekktasta ljóð John Greenleaf Whittier, „Snow-Bound“, inniheldur lýsingu á heimsókn bandaríska predikarans Harriet Livermore til Stanhope, „startling on her desert throne | The crazy Queen of Lebanon.“[16]
  • 1876: Í skáldsögu George Eliot, Daniel Deronda, ef Hester Stanhope nefnd í bók eitt, sjöunda kafla, þar sem hún er kölluð „drottning Austursins“.[17]
  • 1876: Louisa May Alcott minnist á Hester Stanhope í 2. kafla skáldsögunnar Rose in Bloom.
  • 1882: Bók William Henry Davenport Adams, Celebrated Women Travellers of the Nineteenth Century, fjallar um Hester Stanhope.
  • 1922: Molly Bloom rifjar upp ferðir Hester Stanhope í skáldsögunni Ódysseif eftir James Joyce.
  • 1924: Pierre Benoit segir sögu Hester Stanhope í Lebanon's Lady of the Manor.
  • 1958: Minnst er á Hester Stanhope í 4. kafla sögulegri rómantískri skáldsögu enska rithöfundarins Georgette Heyer um Regency-tímabilið sem heitir Venetia.
  • 1961: Í skáldsögunni Herzog eftir Saul Bellow líkir Herzog ritstíl eiginkonu sinnar við stíl Hester Stanhope.
  • 1967: Hester Stanhope var grunnurinn að persónu Harriet frænku í skáldsögu Mary Stewart, The Gabriel Hounds.
  • 1986: Í sjónvarpsmyndinni Harem frá 1986 var persónan lafði Ashley mjög lauslega byggð á Hester Stanhope.
  • 1995: Queen of the East, sjónvarpsmynd um Stanhope, með Jennifer Saunders í aðalhlutverki.
  • 2014: Myndasaga eftir Brett Josef Grubisic, This Location of Unknown Possibilities, lýsir misheppnaðri tilraun til að framleiða sjónvarpsmynd um ferðir Hester Stanhope.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Silberman, Neil Asher (Jul–Aug 1984). „Restoring the Reputation of Lady Hester Lucy Stanhope“. Biblical Archaeology Review. 10: 68–75. Sótt 23. maí 2014.
  2. „VEILED PROPHETESS... Career of Englishwoman“. The Australian Women's Weekly.. árgangur I no. 27. Australia. 9. desember 1933. bls. 17. Sótt 10. maí 2018 – gegnum National Library of Australia.
  3. Ellis, Kirsten (19. október 2017). Star of the morning : the extraordinary life of Lady Hester Stanhope. London. ISBN 978-0-00-828020-8. OCLC 1029561571.
  4. Cleveland 1914.
  5. Kirsten Ellis, Star of the Morning: The Extraordinary Life of Lady Hester Stanhope (2008) p. 100-113
  6. Theroux, Marcel (17. maí 2020). „Lady Hester Stanhope: meet the trailblazing Queen of the Desert“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 15. júlí 2020.
  7. Kirsten Ellis, Star of the Morning: The Extraordinary Life of Lady Hester Stanhope (2008) p. 131
  8. Stanhope, Hester Lucy, Lady; Meryon, Charles Lewis (1846). Travels of Lady Hester Stanhope; forming the completion of her memoirs. London: Henry Colburn. Sótt 23. maí 2014.
  9. Musil, Alois (1978). Arabia deserta : a topographical itinerary (1st AMS. útgáfa). New York: AMS Press. ISBN 0404602320.
  10. „The Leon Levy expedition to Ashkelon“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 júní 2013. Sótt 16 mars 2022.
  11. Lady Hester Lucy Stanhope: The First Modern Excavator of the Holy Land by ArchyFantasies
  12. The Eccentric English Lady Who Introduced Archaeology to the Holy Land
  13. 13,0 13,1 Chisholm 1911.
  14. Stanhope, Hester Lucy, Lady; Meryon, Charles Lewis (1845). Memoirs of the Lady Hester Stanhope, as related by herself in conversations with her physician. London: Henry Colburn. Sótt 23. maí 2014.
  15. „Charles Stanhope, 3rd Earl Stanhope | British politician and scientist“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 15. júlí 2020.
  16. https://rpo.library.utoronto.ca/content/snow-bound-winter-idyl#525. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  17. Rignall, John, 1942- (2011). George Eliot, European novelist. Farnham, Surrey, England: Ashgate. ISBN 978-1-4094-2235-8. OCLC 732959021.