Helsinki

Höfuðborg Finnlands
(Endurbeint frá Helsingfors)

Helsinkifinnsku; Helsingfors á sænsku) er höfuðborg Finnlands og jafnframt stærsta borg landsins með yfir 650 þúsund íbúa (2019). Á öllu Helsinkisvæðinu búa um 1,3 milljónir íbúa. Helsinki er helsta miðstöð stjórnmála, menningar og vísinda í Finnlandi.

Helsinki
Lútherska dómkirkjan í Helsinki
Lútherska dómkirkjan í Helsinki
Skjaldarmerki Helsinki
Helsinki er staðsett í Finnland
Helsinki
Helsinki
Hnit: 60°10′15″N 24°56′15″A / 60.17083°N 24.93750°A / 60.17083; 24.93750
Land Finnland
HéraðUusimaa
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriJuhana Vartiainen (KOK)
Flatarmál
 • Borg715,48 km2
 • Land214,42 km2
 • Vatn501,74 km2
Hæð yfir sjávarmáli
26 m
Mannfjöldi
 (2023)
 • Borg674.963
 • Þéttleiki3.147,85/km2
TímabeltiUTC+2
 • SumartímiUTC+3
Svæðisnúmer+358-9
Vefsíðahel.fi/en

Helsinki eða Helsingfors, eins og bærinn nefndist upphaflega, var stofnaður 1550 af Gústaf Vasa, Svíakonungi, sem keppinautur hansakaupstaðarins Tallinn í núverandi Eistlandi. Það var þó ekki fyrr en eftir að Finnland féll í hendur Rússum 1808 og varð að finnska stórfurstadæminu 1809 sem vegur Helsinki fór að dafna. Sem þátt í viðleitni sinni að minnka áhrif sænskrar menningar og tengsla við Svíþjóð ákvað Alexander I, Rússlandskeisari og stórfursti Finnlands, að flytja höfuðborgina frá Turku (Åbo) til Helsinki árið 1812.

Við lok 19. aldar hafði meirihluti íbúa Helsinki sænsku að móðurmáli en vegna mikils innflutnings finnskumælandi fólks til borgarinnar hafa hlutföllin snúist við og nú hefur mikill meirihluti borgarbúa finnsku að móðurmáli.

Kort af Helsinki frá byrjun 20. aldar (úr Nordisk familjebok)

Helstu staðreyndir um Helsinki:

  • Stofnuð: 1550
  • Höfuðborg: síðan 1812
  • Stærð í ferkílómetrum: 715 (þar af sjór 500)
  • Strandlína: 98 km
  • Fjöldi eyja: 315
  • Meðalhitastig: 5,9°C (1981-2010)
  • Hlýjasti mánuður: ágúst með meðalhita 17.3 °C
  • Kaldasti mánuður: janúar með meðalhita -5,7 °C
  • Finnskumælandi: 79,1%
  • Sænskumælandi: 5,7%
  • Íbúaþéttleiki: 3041 íbúar/ferkílómetra (2019)
  • Heildarfjöldi íbúa í Helsinki og samliggjandi svæði 1.500.000

Fólksfjölgun í Helsinki breyta

Ár Íbúafjöldi
1810 4 070
1830 11 100
1850 20 700
1880 43 300
1900 93 600
1925 209 800
1970 524 000
1980 484 000
1990 491 000
2000 555 474
2010 588 549
2014 620 982
2019 648.042

Tenglar breyta