Handknattleiksárið 1970-71
Handknattleiksárið 1970-71 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1970 og lauk sumarið 1971. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Valskonur í kvennaflokki. Karlalandsliðið lék nokkra vináttuleiki á tímabilinu og tók þátt í æfingamóti í Sovétríkjunum.
Karlaflokkur
breyta1. deild
breytaFH-ingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla eftir aukaúrslitaleik gegn Val. Keppt var í sex liða deild með tvöfaldri umferð.
Félag | Stig |
---|---|
FH | 16 |
Valur | 16 |
Fram | 11 |
Haukar | 8 |
ÍR | 6 |
Víkingur | 3 |
Víkingar höfnuðu í neðsta sæti og áttu að færast niður um deild. Haustið 1971 var ákveðið að fjölga í 1. deild og var þá efnt til aukakeppni milli Víkinga og næstefsta liðs 2. deildar. Geir Hallsteinsson, FH, varð markakóngur með 61 mark.
Úrslitaleikur
- FH - Valur 12:10
2. deild
breytaKR-ingar sigruðu í 2. deild eftir úrslitaleik gegn Ármanni og tryggðu sér þar með sæti í 1. deild. Keppt var í sjö liða deild með tvöfaldri umferð.
Félag | Stig |
---|---|
KR | 22 |
Ármann | 22 |
Grótta | 12 |
Þróttur | 10 |
KA+ | 10 |
Þór Ak.+ | 6 |
Breiðablik++ | 0 |
+ Úrslit vantar í annarri viðureign Þórs og KA
++ Breiðablik gaf tvær viðureignir
Úrslitaleikur
- KR - Ármann 19:10
Síðla árs 1971 var ákveðið að fjölga í 1. deild og léku þá næstefsta lið 2. deildar og botnlið 1. deildar um lausa sætið. Víkingar sigruðu og héldu sæti sínu.
Leikir um sæti í 1. deild
- Víkingur - Ármann 17:14
- Ármann - Víkingur 13:15
Evrópukeppni
breytaFHFram keppti í Evrópukeppni meistaraliða en féll út í fyrstu umferð.
1. umferð
- Fram - US d'Ivry (Frakklandi) 16:15
- US d'Ivry - Fram 24:16
Landslið
breytaÍslenska karlalandsliðið í handknattleik fór í sína lengstu keppnisför til þessa þegar það tók þátt í sterku móti í Tbilisi síðla árs 1970. Allir leikirnir töpuðust með nokkrum mun.
Heimsmeistarar Rúmena heimsóttu Ísland í febrúar 1971, þar sem ungt íslenskt landslið náði jafntefli í öðrum leiknum. Mánuði síðar komu Danir í heimsókn og unnu liðin sitthvorn leikinn.
Kvennaflokkur
breyta1. deild
breytaValsarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í sex liða deild með tvöfaldri umferð.
Félag | Stig |
---|---|
Valur | 18 |
Fram | 16 |
Ármann | 9 |
Njarðvík | 9 |
Víkingur | 7 |
KR | 1 |
KR féll í 2. deild eftir úrslitaleiki við Breiðablik.
2. deild
breytaVölsungur sigraði í 2. deild eftir úrslitaleik gegn Breiðablik og tryggði sér sæti í 1. deild. Þegar til kom treysti liðið sér ekki til þátttöku vegna ferðakostnaðar og léku þá Breiðablik og KR um lausa sætið.
Suðurriðill
- Breiðablik sigraði í suðurriðli.
Norðurriðill
- Völsungur sigraði í norðurliði. Einungis tvö lið léku í riðlinum, Þór Ak. og Völsungur. Leikin var tvöföld umferð.
Úrslitaleikur
- Völsungur - Breiðablik 13:12 (e. framlengingu)
Leikir um sæti í 1. deild
- KR - Breiðablik 9:9
- Breiðablik - KR 9:5
Evrópukeppni
breytaFram keppti í Evrópukeppni meistaraliða og komst í 2. umferð.
1. umferð
- Fram - Maccabi Ísrael 19:11
- Fram - Maccabi 15:10
- Báðir leikirnir fóru fram á Íslandi.
2. umferð
- Fram - Ferencvaros Ungverjalandi 21:5
- Fram - Ferencvaros 19:5
- Báðir leikirnir fóru fram á Íslandi.