Handknattleiksárið 1957-58
Handknattleiksárið 1957-58 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1957 og lauk sumarið 1958. KR-ingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki í fyrsta og eina skipti og Ármannsstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í HM í Austur-Þýskalandi.
Karlaflokkur
breyta1. deild
breytaKR-ingar urðu Íslandsmeistarar á markatölu. Keppt var í níu liða deild með einfaldri umferð.
Félag | Stig |
---|---|
KR | 15 |
ÍR | 15 |
FH | 13 |
Fram | 9 |
Ármann | 9 |
Valur | 6 |
Afturelding | 3 |
Þróttur | 2 |
Víkingur | 2 |
Kvennaflokkur
breyta1. deild
breytaÁrmenningar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Leikin var einföld umferð í fjögurra liða deild.
Félag | Stig |
---|---|
Ármann | 5 |
KR | 4 |
Fram | 2 |
Þróttur | 1 |
Landslið
breytaÍslenska karlalandsliðið í handknattleik lék sína fyrstu leiki frá árinu 1950 þegar það tók þátt í HM í Austur-Þýskalandi snemma árs 1958. Liðið lék enga æfingaleiki við aðrar þjóðir og lenti í erfiðum riðli. Það sigraði Rúmena en tapaði fyrir liðum Tékkóslóvakíu og Ungverjalands og komst ekki í milliriðil.
- Tékkóslóvakía - Ísland 27:17
- Ísland - Rúmenía 13:11
- Ungverjaland - Ísland 19:16