Handknattleiksárið 1949-50

Handknattleiksárið 1949-50 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1949 og lauk sumarið 1950. Framarar urðu í fyrsta sinn Íslandsmeistarar í karlaflokki og kvennaflokki. Íslendingar léku á tímabilinu sína fyrstu karlalandsleiki.

Karlaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Framarar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Átta lið tóku þátt í Íslandsmóti karla og léku þau einfalda umferð í einni deild.

Félag Stig
  Fram 12
  Valur 11
  ÍR 8
  Afturelding 8
  Ármann 8
  FH 6
  KR 3
  Víkingur 2

Kvennaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna í fyrsta sinn. Sigurður Magnússon var þjálfari liðsins. Leikin var einföld umferð í fimm liða deild, auk gestaliðs.

Félag Stig
  Fram 6
  ÍR 5
  Ármann 4
  KR 4
  Haukar 1

Reykvíska íþróttafélagið Skandinavisk boldklub tók þátt í mótinu sem gestalið. Liðið tapaði öllum leikjum sínum, en viðureignir þess voru ekki taldir með í lokastöðu.

Íslandsmótið utanhúss

breyta

Íslandsmótið í handknattleik utanhúss var haldið sumarið 1950. Framarar urðu Íslandsmeistarar í bæði karla- og kvennaflokki.

Landslið

breyta

Til stóð að halda heimsmeistaramót karla í handknattleik í Svíþjóð snemma árs 1950 og ákváðu Íslendingar að senda lið til keppni. Vegna þátttökuleysis var fallið frá því að halda þetta fyrsta HM, en ákveðið var að fara engu að síður í keppnisför. Ísland lék tvo formlega landsleiki í förinni, gegn Svíum og Dönum, þá fyrstu í sögunni. Síðar á árinu 1950 kom finnska landsliðið í heimsókn til Reykjavíkur. Það lék nokkra leiki í íþróttahúsinu Hálogalandi, en það var ekki löglegur völlur. Eini formlegi landsleikurinn í förinni var því leikinn utanhúss, á Melavelli.

  • Svíþjóð - Ísland 15:7
  • Danmörk - Ísland 20:6
  • Ísland - Finnland 3:3