Handknattleiksárið 1940-41

Handknattleiksárið 1940-41 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1940 og lauk sumarið 1941. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Ármenningar í kvennaflokki. Engir landsleikir fóru fram á tímabilinu.

Karlaflokkur breyta

1. deild breyta

Valsmenn urðu fyrstu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla í handknattleik. Níu lið tóku þátt í mótinu, þar af bæði a-lið og b-lið Vals. Leikið var með nýju keppnisfyrirkomulagi, þar sem það lið féll úr keppni sem tapaði tveimur leikjum. Fyrirkomulag þetta hefur ekki verið notað síðar á Íslandsmóti í handknattleik karla.

Leikir:

  • KR - Víkingur 12:22
  • Valur a-lið – Valur b-lið 28:19
  • Ármann – FH 25:24
  • Haukar – ÍR 26:22


  • ÍR – Fram 21:17
  • Valur b-lið – Haukar 29:27
  • Valur a-lið – Víkingur 19:15
  • KR – FH 20:11
  • FH féll úr keppni


  • Fram – Valur b-lið 16:15
  • B-lið Vals féll úr keppni
  • ÍR – Ármann 21:13
  • KR – Haukar 20:22
  • KR féll úr keppni.


  • Fram -Víkingur 9:23
  • Fram féll úr keppni
  • Víkingur- Ármann (Vík. vann)
  • Ármann féll úr keppni


  • Valur – Haukar 21:6
  • Haukar féllu úr keppni
  • Víkingur – ÍR (Vík. vann)
  • ÍR féll úr keppni


  • Valur – Víkingur 19:15
  • Víkingur féll úr keppni

Kvennaflokkur breyta

1. deild breyta

Ármannsstúlkur urðu Íslandsmeistarar í kvennaflokki. Einungis tvö lið tóku þátt í mótinu, a-lið og b-lið Ármanns.

  • Ármann a-lið - Ármann b-lið 29:5

Íslandsmótið utanhúss breyta

Íslandsmótið í handknattleik kvenna utanhúss var haldið sumarið 1941. Lið Þórs Akureyri fór með sigur af hólmi.