Húðfletting
(Endurbeint frá Húðfletta)
Húðfletting er oftast haft um þann verknað að fletta húð af manni til pyntingar eða refsingar. Þegar átt er við „húðflettingu“ dýra er talað um að flá eða hamfletta dýrið.
Sögnin að húðfletta er ekki mikið notuð í eiginlegri merkingu, enda sjaldgæft að fólk sé húðflett, nema hér áður fyrr til refsingar, eins og t.d. segir í Nýja testamentinu: Þeir munu hann húðfletta og lífláta. Og svo þetta dæmi úr sagnfræðiriti: Landnemarnir pynduðu fanga sína og húðflettu þá. Aðallega er hún þó notuð í óeiginlegri merkingu. Hann húðfletti borgarastéttina fyrir spillingu, valdagræðgi og nautnasýki.