Járnburður
Járnburður var eldraun (guðsdómur) til að sannreyna sekt eða sakleysi. Járnburður fólst í því að viðkomandi var látinn bera glóandi járn. Ef hann hlaut ekki skaða af var það merki um að hann væri saklaus.
Fræg dæmi um járnburð eru þegar Poppó biskup sýndi Haraldi blátönn og Dönum fram á mátt guðs með því að klæða sig í glóandi járnhanska. Annað dæmi er þegar Inga frá Varteigi, móðir Hákonar gamla Noregskonungs sýndi fram á rétt faðerni hans með því að bera glóandi járn.