Fláning er það að fjarlægja húð (skinn) af dýri með egghvössu áhaldi. Úr dýraskinnum er m.a. unninn fatnaður.

Hamfletting er þegar skinn (eða para) er fjarlægt af dýrinu með hnífi eða egghvössu áhaldi. Smáfuglar, til dæmis rjúpur, eru oftast hamflettar en einnig er talað um að hamfletta sjávardýr með hvelju eins og til dæmis hvali eða rauðmaga.

Roðfletting er fláning fisks. Hún er framkvæmd með því að smeygja hnífi undir roðið og draga um leið í það til að losa það frá fiskinum. Í frystihúsum er það oftast gert með roðflettivél. Roðflettingu má ekki rugla saman við flökun, það er að segja það að flaka fisk, eða slægingu, það er að segja það að slægja fisk.