Húðlát
Húðlát nefnist forn húðstrýking sem framkvæmd var í refsingarskyni. Víðast hvar fólst húðlát í því að menn voru hýddir við staur (kaga) og var alþekkt refsiúrræði á Vestur- og Austurlöndum frá elstu tímum. Á Íslandi var húðláts fyrst getið í Járnsíðu og Jónsbók. Í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness segir á einum stað:
- Hólmfastur Guðmundsson var dæmdur til húðláts fyrir að hafa selt fjóra fiska fyrir snærisspotta.