Brennimerking
Brennimerking er refsing sem var mikið notuð fyrr á öldum t.d. til að merkja þá sem uppvísir höfðu verið að þjófnaði eða öðrum glæpum. Þegar menn voru brennimerktir var glóðandi heitt járn með tákni stimplað á líkama hins seka, eða aðeins brenndur viss stafur (t.d. í andlit viðkomandi) til að merkja sem vændiskonu eða guðlastara eða fyrir aðra glæpsamlega lesti. Víða um heim eru nautgripir og hross brennimerkt til að merkja þá eiganda sínum. Þá er sauðfé að sama skapi brennimerkt á hornum.
Oft er talað um að brennimerkja einhvern (þ.e.a.s koma óorði á einhvern) í óeiginlegri merkingu, t.d.: Stjórn Egyptalands vildi brennimerkja hann með einhverju móti og kallaði hann „falsspámann“.