Hæðalaukur
Hæðalaukur (fræðiheiti: Allium atrosanguineum) er tegund af laukplöntum ættuð frá Kína, Síberíu, Mongólíu og Mið-Asíu. Hann vex til fjalla í 2400–5400 m hæð.[1][2]
Hæðalaukur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Allium atrosanguineum Schrenk | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Allium atrosanguineum myndar sívala lauka að 10mm í þvermál. Blómstöngullinn er rörlaga, að 60 sm hár. Blöðin eru einnig rörlaga, yfirleitt styttri en blómstöngullinn. Blómskipunin er hnattlaga, með mörgum blómum. Krónublöðin eru bleik, gul, koparlit eða purpuralit, stundum með dökkum blettum.[1][3]
Þrjú afbrigði eru almennt viðurkennd:[1][4]
- Allium atrosanguineum var. atrosanguineum — Krónublöðin eru purpuralit til rauð með litlum blettum — vestur Kína (Qinghai, Sichuan, Xinjiang), Mið-Asía (Kasakstan, Kirgistan, Tadsikistan, Úsbekistan, Afganistan), Pakistan, Síbería (Tuva, Buryatiya, Krasnoyarsk, Zabaykalsky Krai), Mongólía
- Allium atrosanguineum var. fedschenkoanum (Regel) G.H.Zhu & Turland[5] - Krónublöðin eru gul eða bleik — Mið-Asía (Kasakstan, Kirgistan, Tadsikistan, Úsbekistan, Afganistan), Pakistan, Tíbet, Xinjiang
- Allium atrosanguineum var. tibeticum (Regel) G.H.Zhu & Turland[5] — Krónublöðin eru kopar eða látúnslituð — vestur Kína (Tíbet, Gansu, Qinghai, Sichuan, Yunnan)
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 Flora of China v 24 p 194
- ↑ Nasir, E. & S. I. Ali (eds). 1980-2005. Flora of Pakistan University of Karachi, Karachi.
- ↑ Schrenk, Alexander Gustav von. 1842. Bulletin scientifique, Académie Imperiale des Sciences de Saint-Pétersbourg 10: 355.
- ↑ „The Plant List“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. maí 2021. Sótt 17. maí 2018.
- ↑ 5,0 5,1 Zhu, Guang Hua & Turland, Nicholas John. 2000. Two new combinations in Central Asian and Chinese Allium (Alliaceae). Novon 10:181-182.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hæðalaukur.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Allium atrosanguineum.