Hákon Grjótgarðsson

Hákon Grjótgarðsson Hlaðajarl var jarl í Noregi á 9. öld. Hann var einnig kallaður Hákon ríki.

Faðir hans var Grjótgarður Herlaugsson jarl á Hálogalandi og í Naumudal. Hann seildist eftir yfirráðum til suðurs og hefur líklega ráðið yfir allri strandlengjunni frá Lófót suður til Þrándheimsfjarðar.

Þegar Haraldur hárfagri kom til að leggja undir sig Þrændalög hélt Hákon til móts við hann, gerði við hann bandalag og barðist með honum. Ása dóttir hans varð ein af mörgum konum Haraldar konungs. Tveir synir Hákonar, Grjótgarður og Herlaugur, féllu í orrustunni við Sólskel um 875. Að launum fyrir liðveisluna fékk Hákon Þrændalög að léni og einnig Firðafylki og Sogn. Hann settist að á Hlöðum við Þrándheim og voru arftakar hans nefndir Hlaðajarlar.

Hákon féll í orrustu við Atla jarl hinn mjóva í Stafanesvogi en Atli lést skömmu síðar af sárum sínum. Arftaki Hákonar var Sigurður sonur hans.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Enginn
Hlaðajarlar
(um ? – um ?)
Eftirmaður:
Sigurður Hákonarson