Lófótur
Lófótur (eða hesthali) (fræðiheiti: Hippuris vulgaris) er vatnajurt sem vex út í grunnu vatni, en teygir sig töluvert hátt upp úr vatninu. Dökkgrænn holur stöngullinn er þéttsettur kransstæðum blöðum. Hæð stöngulsins fer eftir vatnsdýpinu, og getur verið 20 til 70 cm hár. Örsmá blómin standa í blaðöxlunum. Lófótur vex líka stundum í mýrum og fenjum, einkum þar sem vatn flýtur yfir. Lófótur blómgast í júlí.[1]
Lófótur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Lófótur (Hippuris vulgaris)
úr Thomé, Flora von Deutschland, Österreich und der Schweiz (1885) | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Hippuris vulgaris L. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Samheiti
|
Tilvísanir
breyta- ↑ „Flóra Íslands Flóran Blómplöntur“. www.floraislands.is. Sótt 7. apríl 2024.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Lófótur.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Hippuris vulgaris.