Háfrónska

sérútbúin útgáfa af íslensku

Háfrónska (einnig þekkt sem háíslenska) er sérútbúin útgáfa af íslensku þar sem öllum mögulegum tökuorðum í málinu er skipt út fyrir nýyrði. Áhersla er lögð á ofurmálhreinsun og er reynt að útrýma þeim orðum sem ekki hafa hreinan íslenskan stofn.

Fáninn Þórsfrónsvé, merki háfrónskunnar.

Höfundur málsins er hinn belgíski Jósef Braekmans (f. 1965) með stuðningi frá Pétri Þorsteinssyni (f. 1955) sem þekktur er fyrir gamansömu orðasöfnin sín í Pétrísk–íslensku orðabókinni.[1]

Orðasafn með nýyrðunum kom út á vefsíðunni Miðstöð háfrónska tungumálsins. Vefsíðan hefur verið óvirk síðan júní 2012.

Þrátt fyrir að kunna ekki íslensku hafði Jósef mikinn áhuga á málhreinsunarstefnu Íslendinga og hafði frá árinu 1992 smíðað íslensk nýyrði fyrir tökuorð. Nýyrðatillögur Jósefs höfðu vakið litla hrifningu meðal netbúa og því afhenti hann starf sitt Pétri Þorsteinssyni safnaðarpresti Óháða safnaðarins.[1] Pétur varð þá forseti háfrónskumálhreyfingarinnar.

Málið var að nokkru leyti gert í léttúð þó að höfundar trúi sannarlega á öfgamálhreinsunina. Nýyrðin náðu aldrei mikilli útbreiðslu og þó að margir höfðu gaman af tilrauninni voru helstu fylgismenn hennar aðeins Jósef og Pétur.

Málhreinsun

breyta

Málhreinsun hafði náð útbreiðslu á Íslandi fyrir tilstilli Hins íslenska lærdómslistafélags sem stofnað var 1779 og Fjölnismanna sem hófu útgáfu tímaritsins Fjölnis 1835.[2]

Ofurmálhreinsun að hætti háfrónsku hafði þó aldrei náð útbreiðslu. Háfrónska er tilraun til að útrýma öllum þeim orðum sem ekki hafa hreinan íslenskan stofn, jafnvel landaheitum, mannanöfnum og efnaheitum. Ólíkt ríkjandi íslenskri málstefnu, vilja háfrónverjar útrýma jafnvel þeim latnesku og þýsku tökuorðum sem voru til í því sem kallað hefur verið gullaldaríslenska.

Dæmi um háfrónsk nýyrði

breyta
 • afn: frumeind, af 'efni'.
 • beinstál: kalsín, kelki. Heiti þess er dæmi um notkun kenninga í vísindamáli.
 • bleðmi: pappír, af blað og beðmi. Pappír er hreint beðmi.
 • bænahöll: dómkirkja
 • Brosmærin: Mona Lisa
 • eindla, eindlingur: kvarkur, af ‘eind’ og smækkunarviðskeytinu ‘-la’ eða ‘-lingur’.
 • eyktla, eyktlingur: stundarfjórðungur, af 'eykt' og smækkunarviðskeytinu ‘-la’ eða ‘-lingur’.
 • heljarblý: plútón, af 'Hel', jafngildi rómverska guðsins Pluto og 'blý' (lead). Öll nöfn á frumefnum handan blýs eru samsetningar af ‘blý’, t.d.. ægisblý (neptún)), þórsblý (þórín)
 • geimgat: svarthol, af 'geimur' og 'gat'.
 • ginnungahvellur: Miklihvellur. Forskeytið 'ginnunga' þýðir bæði 'mikill' og ‘frum-‘ og er það hið hentugasta forskeyti í þessu tilfelli.
 • gnæfingi: giraffe, af 'gnæfur'.
 • Guðmey: María, af 'Guð' og '–mey'.
 • haðarrúnir: Blindraletur, af 'Höður' (hinn blindi ás í norrænni goðafræði) og 'rún'.
 • Helgi Smári: Patrekur, af 'Helgi' og 'Smári'. Smári er þjóðtákn Írlands og var tákn Partreks fyrir heilaga þrenningu.
 • hljóðla: jóðla, af 'hljóða' og sagnaviðskeytið ‘–la’, sem virðist lúta að endurtekinni athöfn og vísir til sífelldra skiptinga milli brjóst- og mjóraddar (falsettu).
 • Hlynland: Kanada, af 'hlynur' (maple) og 'land' (country). Landið er nefnt eftir hlynblaði í þjóðfánanum.
 • kjálkagálkn: krókódíll, af 'kjálki' (jaw) og 'gálkn' (monster). Krókodílar hafa sterkasta kjálka allra núverandi rándýra og Deinosuchus, einn af forfeðrum krókodílanna hafði sterkasta kjálka allra rándýra í sögu lífsins,
 • kóngaborð: chess, from 'kóngur' (king) and 'borð' (board).
 • Miðvesturfljót: Mississippi (Mikilvægasta fljót í Miðvesturríkjunum).
 • Morguneyjar: Japan. Nafn þjóðarinnar er kínverskt að uppruna (Jeh-pun, sólrís).
 • Múspellsmilska: Molotov cocktail. Í fornmálinu 'milska' þýddi ‘blanda úr miði og öli’ og er því hægt að nota orð þess í staðin fyrir ‘kokkteill’.
 • niftungur: beta-eind, af 'nifteind'.
 • nýgarn: nælon, fyrsti fullkomlega tilbúinn gervivefnaður NÚtímans.
 • Nykrafljót: Níl. Orðið ‘nykur’ þýddi ‘nílhestur’ í fornmálinu.
 • rákakóngur: tigrisdýr, af 'rák' og 'kóngur'.
 • reyksæla: níkótín, af 'reykur' og 'sæla'. Samheiti er ‘vindilbeiskja’, af ‘vindill’ og ‘beiskja’, af ‘beiskjuefni’.
 • sjáaldursbeiskja: atrópín, af ‘sjáaldursjurt’ (atropos belladona) og 'beiskja' (beiskjuefni, lýtingur). Atrópín víkkar ljósop augans.
 • Sjöhæðir: Rómaborg.
 • skyppill: kengúra, af ‘skoppa’. Orðið er smiðað á grundvelli hljóðlíkingar við enska gælunafn ‘skippy’.
 • sómaherji: samúrai.
 • tíðniafstæði: Doppler-hrif

Háfrónsk heiti á stórum tölum

breyta
 • miklund: milljón. Leitt af 'mikil-hund-rað'. Lýsingarorðið 'mikill' er þýðing á gríska orðinu 'megas', sem er rót forskeytisins mega- (milljónfaldur).
 • þursund: miljarður. Leitt af 'þurs-hund-rað'. Nafnorðið ‘þurs’ er þýðing á grísku orðinu 'gigas', sem er rót forskeytisins ‘giga-‘ (miljarðfaldur).

Forskeyti 'þús-' (þusundfaldur) og 'þurs-' (miljarðfaldur) eru notuð til að smiða heiti á eftirfarandi þrem töluorðum: þús-þursund (þúsund miljarðar, billjón), þurs-miklund (miljarður milljóna, billjarður) and þurs-þursund (miljarður miljarða, trilljón). Formálinn 'X-mælt þúsund' er notaður fyrir tölur hærri en 1018. Í íslensku orðsifjabókinni, uppflettiorðið 'kvinkvilljón' (1030) er þýdd ‘fimmmælt milljón’.

Heiti stórra talna
10x Háfrónska Íslenska
103 þúsund þúsund
106 miklund (mikill, mégas) milljón
109 þursund (þurs, gigas) milljarður
1012 þúsþursund billjón
1015 þursmiklund billjarður
1018 þursþursund trilljón
1021 sjömælt þúsund trilljarður
1024 áttmælt þúsund kvaðrilljón
1027 nímælt þúsund kvaðrilljarður
1030 tímælt þúsund kvintilljón

Staðarheiti

breyta

Braekmans þýðir öll ensk staðarheiti.

 • Ashley: Eskiló (af 'ash' (askur) og 'léah' (–ló, eins og í Osló)).
 • Barnoldswick: Bjarnólfsvé. ‘bústaður ‘Beornwulf’’. Síðari liðurinn ‘wick’ er ekki skyldur nafnorðinu ‘vík’, heldur latneska orðinu ‘vicus’, sem er rót enska orðsins ‘village’. Rétta íslenska jafnheitið er ‘vé’ í gömlu merkingunni ‘bústaður’.
 • Boston: Bótólfssteinn (steinn Bótwulfs (Bótólfur)).
 • Brighton: Bjarthjálmstún (Bústaður sem var nefndur eftir Beorthelm (Bjarthjálmur)).
 • Bristol: Brúarstó (samkomustaður við brúna’. Fornenska ‘stow’ = Íslenska ‘stó’.)
 • Cambridge: Grantabrú (Nefnd eftir ánni Granta. Breyting ‘Grant-‘ í ‘Cam-‘ orsakast af normannskum áhrifum).
 • Canterbury: Jótbretaborg (Ekki 'Kantaraborg'!). Fornenska 'Cantwareburg' þýddi ‘virki kentverjanna’. Háfrónska þýðingin á Kent er 'Jótbretland'.
 • Ruston Parva: Litla-Hróarstún (Bústaður sem var nefndur eftir ‘Hróari’. Latneska viðbót ‘parva’ þýðir ‘lítill’).
 • Selby: Seljubær (Bær sem var nefndur eftir seljum.)

Tilvísanir

breyta
 1. 1,0 1,1 „Belgi til bjargar íslenskunni” Fréttablaðið, 27. tölublað (28.01.2007), Blaðsíða 63
 2. Guðrún Kvaran. „Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?“. Vísindavefurinn 26.3.2007. http://visindavefur.is/?id=6555. (Skoðað 21.2.2013).

Tenglar

breyta