Grasygla

(Endurbeint frá Grasmaðkur)

Grasygla[1] (fræðiheiti Cerapteryx graminis) er mölfluga af ygluætt. Lirfu yglunar, grasmaðksinns eða grasormsinns svokallaða, er getið í Íslenskum heimildum allt frá 17. öld en hann gat verið svo skæður í túnum að verða plága. Var hann stundum svo skæður að ár voru kölluð grasmaðksár. Heldur hefur dregið úr skaða af völdum grasmaðksinns í seinni tíð með betri ræktun því hann sækir mest í vanrækt tún og því urðu áður fyrr kotbændur oft verst úti.

Grasygla

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Ætt: Ygluætt (Noctuidae)
Ættkvísl: Cerapteryx
Tegund:
C. graminis

Tvínefni
Cerapteryx graminis
Linnaeus, 1758

Útbreiðsla

breyta

Hún er algeng um allt meginland Evrópu norðanverða, um Rússland allt til Síberíu og til nyrstu héraða miðjarðarhafslandanna og Mið-Asíu til Kyrrahafs. Hún finnst einnig á eyjum Evrópu, bæði Bretlandseyjum, Færeyjum og Íslandi. Í Eyjahafi hefur hún fundist á Nýja-Sjálandi. Á Íslandi finnst hún um allt land en er sjaldgæf á miðhálendinu.

Útlit og lifnaðarhættir

breyta
 
Grasyglan er auðþekkjanleg á mynstruðum vængjunum, hér er karlfluga sem þekkist á fjöðruðum fálmurum.

Grasyglan er með algengari yglum á Íslandi en ein sú minnsta. Þó er stærðarmunur milli kynja og eru kvenflugurnar heldur stærri. Annar munur kynjanna er að karlflugan er með fjaðraða fálmara en kvenflugann þráðlaga. Grasyglan er auðþekkjanleg á skrautlegum vængjunum sem eru brúnir með svörtum deplum og strikaður hvítum rákum en kantur þeirra hvítur. Lirfan er aftur á móti grænleit með mjóum ljósum röndum aftur búkinn.

Kjörlendi Grasyglunar er eins og nafn hennar gefur til kynna hverskonar graslendi. Bæði ræktuð tún eða vilt graslendi en þar, eða í vanrækt, unir hún sér best. Hún er mest á ferðinni á daginn í góðu veðri og sækir þá í ýmis blóm. Einnig er hún stundum á ferðinni á kvöldin eftir að dimmir og sækir þá gjarnan í hverskonar ljós.

Flugtími Grasyglunar er langur eða frá seinnihluta júní til september en nær hámarki um hásumarið. Lirfa hennar, grasmaðkurinn, er mikið skaðræði í túnum og öðru graslendi og veldur oft ræktendum miklum búsifjum þegar vel árar hjá maðkinum. Eggin liggja í dvala veturinn og klekst maðkurinn út á vorinn. Hann lifir mest á rótum grasa, helst sveifgrasa og vingla. Hann púpar sig í júní milli grasrótanna og ný kynslóð flugna kemur svo úr púpunum í lok mánaðarins.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var að hluta til „Cerapteryx graminis“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt október 2012.

Tenglar

breyta
  1. Grasygla Náttúrufræðistofnun Íslands