Grímur Jónsson (lögmaður)

Grímur Jónsson (um 1480 – fyrir 1554) var íslenskur lögmaður á 16. öld. Ætt hans er óþekkt en hann bjó á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð í Skagafirði og fékk þá jörð með konu sinni.

Grímur er nefndur í Leiðarhólmssamþykkt 1513 og var þá lögréttumaður í Hegranesþingi. Á Alþingi 1519 skrifaði hann ásamt fleirum undir kosningarbréf Ögmundar Pálssonar biskupsefnis og var þá orðinn lögmaður. Hann var á Sveinsstaðafundi með Jóni Arasyni biskupi. Þar skaut hann ör í handlegg Teits Þorleifssonar og hélt Teitur því fram að biskup hefði haldið sér föstum. Grímur hélt því á móti fram að Teitur hefði ráðist á biskup og menn hans „með hótan og herskap, hjó, stakk og særði, með stórum orðum og steinshöggum“.

Grímur lét af lögmennsku skömmu síðar en lifði þó lengi enn og bjó á Ökrum. Kona hans var Guðný Þorleifsdóttir, kölluð Akra-Guðný, dóttir Þorleifs Björnssonar hirðstjóra og Ingveldar Helgadóttur Guðnasonar lögmanns.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Jón Sigmundsson
Lögmaður norðan og vestan
(15191521)
Eftirmaður:
Teitur Þorleifsson