Gottskálk grimmi Nikulásson

Gottskálk grimmi Nikulásson: (14698. desember 1520) var biskup norskrar ættar á Hólum frá 1496 til dauðadags. Hann var bróðursonur Ólafs Rögnvaldssonar, sem var næsti biskup á undan honum. Bróðir Gottskálks var Guttormur Nikulásson lögmaður í Björgvin.

Gottskálk var dugmikill og stjórnsamur og bætti mjög við jarðeignasafn og dýrgripi biskupsstólsins. Hann þótti harðdrægur í viðskiptum og hefur hlotið harðan og ef til vill óréttlátan dóm í íslenskri sögu, sem meðal annars má sjá af viðurnefni því sem hann hefur hlotið. Gottskálk átti í deilum við ýmsa höfðingja, meðal annars Jón Sigmundsson lögmann vegna meintra fjórmenningsmeinbuga á hjúskap Jóns og Bjargar Þorvaldardóttur og fékk Jón dæmdan í miklar sektir og bann í báðum biskupsdæmum á vafasömum forsendum.

Fylgikona Gottskálks var Guðrún, laundóttir Eiríks slógnefs Loftssonar Guttomssonar. Þau áttu saman tvö börn, Odd Gottskálksson og Guðrúnu Gottskálksdóttur. Með Valgerði Jónsdóttur átti Gottskálk dótturina Kristínu, sem fyrst var gift Þorvarði Erlendssyni lögmanni á Strönd í Selvogi og síðar Jóni Einarssyni sýslumanni á Geitaskarði.

Næsti biskup á eftir Gottskálki grimma var Jón Arason, sem var síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi.

Gottskálk og þjóðtrúin

breyta

Það er sagt að Rauðskinna hafi verið grafin með Gottskálki, en af þeirri bók átti að vera hægt að læra svo ramma galdra, að hægt væri að sigra kölska sjálfan og ná valdi yfir honum. Nótt eina á Gottskálk að hafa komið upp úr gröf sinni á Hólum og lesið upp úr þeirri „bók máttarins“ en blöðin undist saman og hrundu niður í gröfina eins og aska.

Galdra-Loftur á að hafa reynt að vekja Gottskálk upp til að reyna að komast yfir Rauðskinnu. Gísli Konráðsson nefnir þrjá skólasveina, sem voru í vitorði með Lofti. Skýrir þjóðsagan nákvæmlega frá því hvernig Loftur vakti upp alla hina fyrri Hólabiskupa og hvernig honum heppnaðist að fá Gottskálk til að rísa upp úr gröf sinni með Rauðskinnu. En bráðlæti Lofts sjálfs varð honum að falli, því strax þegar hann sá hana, þreif hann til hennar, en það var of snemmt og af misskilningi hringdi einn af félögum Lofts klukkunum og Gottskálk komst í gröfina með Rauðskinnu með sér.

Heimildir

breyta
  • Páll Eggert Ólason: Íslenskar æviskrár.Fyrirrennari:
Ólafur Rögnvaldsson
Hólabiskup
(14961520)
Eftirmaður:
Jón Arason