Galdra-Loftur er leikrit frá 1914 eftir Jóhann Sigurjónsson sem byggir á samnefndri þjóðsögu um Loft Þorsteinsson, sem uppi var á 18. öld. Leikritið birtist sama ár á dönsku og undir titlinum Ønsket („Óskin“). Leikritið fjallar um skólapiltinn Loft sem fæst við galdur og barnar vinnukonu á staðnum. Til að bjarga eigin orðstír drepur hann vinnukonuna með galdri. Hann sækist í meiri galdrakunnáttu og í þeim tilgangi særir hann Gottskálk biskup grimma til þess að ná af honum galdrabókinni Rauðskinnu, sem mun gera hann enn öflugri. Loftur verður hins vegar vitfirrtur og deyr.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.