Kevin Durant er bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Phoenix Suns í NBA-deildinni. Hann er fjölhæfur leikmaður í sókn og vörn og góður 3 stiga skotmaður.

Kevin Durant
Upplýsingar
Fullt nafn Kevin Wayne Durant
Fæðingardagur 29. september 1988
Fæðingarstaður    Washington D.C., Bandaríkin
Hæð 208 cm.
Þyngd 109 kg.
Leikstaða kraftframherji, Lítill framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Phoenix Suns
Háskólaferill
2006-2007 Texas
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
2007-2016
2016-2019
2019-2023
2023-
Oklahoma City Thunder
Golden State Warriors
Brooklyn Nets
Phoenix Suns
Landsliðsferill
Ár Lið Leikir
2010- Bandaríkin

1 Meistaraflokksferill.

Durant spilaði eitt tímabil í háskólaboltanum með Texas-háskóla áður en hann var valinn af Seattle SuperSonics árið 2007 sem varð að Oklahoma City Thunder árið 2008. Hann var með liðinu í 9 ár en árið 2016 hélt hann til Golden State Warriors þar sem hann vann NBA titla 2017 og 2018. Hann var valinn MVP; besti leikmaðurinn í úrslitum bæði árin.

Durant hefur 12 sinnum verið valinn í stjörnulið NBA og er 9. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi með yfir 27.000 stig. Með landsliði Bandaríkjanna hefur hann unnið þrjú ólympíugull: 2012, 2016 og 2021.

Heimild breyta