Wilt Chamberlain

bandarískur körfuknattleiksmaður (1936-1999)

Wilt Chamberlain (f. 1936, d. 1999) var bandarískur körfuknattleiksmaður sem er talinn einn besti leikmaður körfuboltans frá upphafi. Hann á ýmis met og er sá eini sem hefur náð 100 stigum í einum leik og yfir 4000 stigum á einu tímabili. Hann átti sjö stigatitla, 11 frákastatitla og 9. skotnýtingartitla. Þrátt fyrir persónulega yfirburði vann hann einungis 2 NBA-titla. Eitt viðurnefna hans var Wilt the Stilt.

Wilt Chamberlain
Upplýsingar
Fullt nafn Wilton Norman Chamberlain
Fæðingardagur 16. apríl 1936
Fæðingarstaður    Philadelphia, Bandaríkin
Dánardagur    12. október 1999
Dánarstaður    Bel Air, Kalifornía, Bandaríkin
Hæð 216 cm.
Þyngd 110-140 kg.
Leikstaða Miðherji
Háskólaferill
1956-1958 Kansas
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1958-1959
1959-1965
1965-1968
1968-1973
Harlem Globetrottes
Philadelphia/San Fransisco Warriors
Philadelphia 76ers
Los Angeles Lakers

1 Meistaraflokksferill.

Wilt Chamberlain 1966.

Chamberlain þjálfaði San Diego Conquistadors í eitt tímabil 1973-1974. Hann reyndi fyrir sér í kvikmyndabransanum og var þekktur fyrir glaumgosalíf utan vallar.