Sýkill
Sýkill eða sóttkveikja er í hefðbundnum skilningi lífvera eða lífeind sem veldur sjúkdómi í mönnum og dýrum (frumdýr, sveppur, baktería, veira, bandormur, þráðormur, agða eða liðdýr), en er aðallega notað um sjúkdómsvaldandi örverur og vírusa.[1] Aðrir sjúkdómsvaldar, eins og þráðormar og smámaurar, teljast til sníkjudýra. Orðin sjúkdóms- eða meinvaldur eru notuð sem almenn heiti yfir það sem valdið getur sjúkdómum, sem getur verið, auk sýkla og sníkjudýra, eitur, erfðasjúkdómar og ónæmiskerfi sjúklingsins sjálfs.
Tengt efniBreyta
TenglarBreyta
TilvísanirBreyta
- ↑ „Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama?“ á Vísindavefnum