Streptókokkar
Streptókokkar (keðjukokkur eða keðjuhnettla) eru ættkvísl kúlulaga Gram-jákvæðra gerla. Þeir vaxa í keðjum vegna þess hvernig þeir skipta sér.
Streptókokkasýkingar valda hálsbólgu, heilahimnubólgu, júgurbólgu, lungnabólgu, hjartaþelsbólgu og fleirum sýkingum.
Ættkvíslin er fremur stór og telur 107 tegundir og undirtegundir.[1] Meðal þekktustu tegunda má nefna S. bovis, S. faecalis, S. thermophilus og S. pneumoniae. Þess má geta að S. viridans telst ekki lengur gilt nafn og tilheyra „viridans“ streptókokkar nú tegundinni S. oralis.[2]
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Euzéby, J. P. „List of Prokaryotic Names with Standing in Nomenclature“. Sótt 30. janúar 2009.
- ↑ Kilpper-Bälz, R., P. Wenzig og K. H. Schleifer (1985). „Molecular Relationships and Classification of Some Viridans Streptococci as Streptococcus oralis and Emended Description of Streptococcus oralis (Bridge and Sneath 1982)“. International Journal of Systematic Bacteriology. 35: 482–488. doi:10.1099/00207713-35-4-482.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist streptókokkum.