Georgíska karlalandsliðið í knattspyrnu

Georgíska karlalandsliðið í knattspyrnu er er fulltrúi Georgíu í knattspyrnu og er stjórnað af Georgíska knattspyrnusambandinu.

Georgíska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
Gælunafnჯვაროსნებიjvarosnebi (Krossriddararnir)
Íþróttasamband(Georgíska: საქართველოს ფეხბურთის ფედერაცია) Georgíska knattspyrnusambandið
ÁlfusambandUEFA
ÞjálfariVladimir Weiss
FyrirliðiJaba Kankava
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
77 (15. febrúar 2024)
42 (september 1998)
108 (mars 1994)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
0-1 gegn Litáen í (Tíblisi, 2. september, 1992)
Stærsti sigur
7-0 gegn Armeníu í (Tíblisi, 27.mars 1997)
Mesta tap
7-1 gegn Spáni í (Tíblisi, 8.september 2022)

Georgía lék sinn fyrsta óopinbera landsleik vorið 1990 gegn Litáen tæpu ári áður en landið hafði öðlast sjálfstæði, honum lauk með 2:2 jafntefli. Sömu lið mættust í fyrsta opinbera landsleiknum í september 1992 eftir að Georgía hafði fengið aðild að FIFA og UEFA. Fyrsta forkeppnin var fyrir EM í Englandi 1996. Þar hafnaði liðið í þriðja sæti síns riðils, fyrir ofan rótgrónar knattspyrnuþjóðir en þó langt frá því að komast áfram. Í forkeppni HM í Frakklandi tveimur árum síðar hafnaði Georgía í 3. til 4. sæti forriðilsins ásamt Pólverjum. Í kjölfarið náði Georgía 42. sæti á heimslista FIFA, sinni hæstu stöðu frá upphafi.

Eftir þetta tók við tímabil niðursveiflu hjá goergíska landsliðnu. Það endaði á botni síns riðils í forkeppni EM 2000. Næstu árin varð árangurinn lítið betri og liðið aldrei í hópi þeirra sterkari í álfunni.

Hinn kunni argentínski þjálfari Héctor Cúper tók við liðinu fyrir forkeppni HM 2010 en tókst ekki að vinna neinn leik. Temur Ketsbaia, einhver kunnasti leikmaður í sögu landsins, tók við keflinu en lét af störfum á áinu 2014 þegar forkeppnin fyrir EM 2016 rann út í sandinn. Í æfingarleik fyrir EM 2016 tókst Georgíumönnum þó að vinna ríkjandi meistara Spánar, sem þótti mikið afrek.

Georgía byrjaði keppni í D-deild Þjóðadeildar UEFA þegar hún hóf göngu sína leiktíðina 2018-19. Liðið komst þegar upp í C-deild og þrátt fyrir að illa gengi í forkeppni EM 2020 þar sem Georgíumönnum tókst aðeins að vinna sigra á Gíbraltar gerði frammistaðan í Þjóðadeildinni það að verkum að Georgía fékk færi á að spreyta sig í umspili. Þar byrjaði liðið á að slá Hvíta-Rússland úr keppni og fékk því næst úrslitaleik á heimavelli gegn Norður-Makedóníu en mátti sætta sig við 0:1 tap og þar með var draumurinn um sæti í úrslitakeppni fyrir bí í bili.

Greinilegar framfarir áttu sér stað í leik georgíska landsliðsins í forkeppni HM 2022, þar sem Svíar voru t.a.m. lagðir að velli. Í Þjóðadeildinni 2022-23 vann Georgía sinn riðil í C-deildinni og komst þar með upp í B-deildina í fyrsta sinn. Líkt og fjórum árum fyrr tryggði Þjóðadeildarárangurinn sæti í umspilinu fyrir EM 2024. Þar ruddu Georgíumenn fyrst úr vegi liði Lúxemborgar og sigruðu því næst fyrrum Evrópumeistara Grikkja í vítaspyrnukeppni í Tblisi og hlutu að launum sæti í úrslitakeppninni í Þýskalandi. Þar komust þeir í 16. liða úrslit og unnu m.a. Portúgal í riðlakeppninni.