Þjóðadeildin (The UEFA Nations League) er keppni í evrópskri knattspyrnu sem fer fram milli A-landsliða karla.

UEFA Nations League
Stofnuð2018; fyrir 6 árum (2018)
SvæðiEvrópa (UEFA)
Fjöldi liða55
Núverandi meistariSpánn (1. titill)
Sigursælasta liðFrakkland

Spánn

Portúgal
(1 titill hvert)
VefsíðaOpinber vefsíða

Deildin hófst árið 2018 og var henni ætlað að koma að mestu í stað vináttulandsleikja. Deildin skiptist í undirdeildir og spila sigurvegarar úr deild A í lokakeppni. 4 lið geta unnið sæti á evrópumótinu í knattspyrnu, EM í gegnum útsláttarkeppni.

Skipulag breyta

55 lið keppa í 4 deildum eftir styrkleikaflokkum:

12 í A-deild, 12 í B-deild, 15 í C deild og 16 í D deild. Lið geta fallið um deild og farið upp um deild.

Deildin fer fram frá september til nóvember og í júní. Meistarar eru krýndir annað hvert ár.

Gagnrýni breyta

Kevin De Bruyne gerði lítið úr mikilvægi leikjanna og kallaði Þjóðadeildina upphafna vináttulandsleiki og var óánægður með fylgjandi álag í framhaldi af deildakeppni. [1]

Ísland breyta

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hóf fyrstu 2 keppnirnar í A-deild en féll niður í B-deild haustið 2020.

Meistarar breyta

Tilvísanir breyta

  1. Nations League is unimportant...Goal.com, sótt 1/6 2022