Geezer Butler (fæddur Terence Michael Joseph Butler í Birmingham þann 17. júlí árið 1949) er enskur bassaleikari. Hann er þekktastur sem meðlimur þungarokkssveitarinnar Black Sabbath.

Geezer Butler árið 2019 með Deadland Ritual, stuttlifaðri hljómsveit
Butler með Heaven and Hell árið 2007

Árið 1967 þegar Butler var táningsaldri stofnaði hann hljómsveitina Rare Breed með Ozzy Osbourne. Síðar gengu þeir í hljómsveitina Polka Tulk ásamt gítarleikaranum Tony Iommi og trommaranum Bill Ward en hljómsveitin varð síðar að Black Sabbath eftir lagi sem Butler samdi. Butler samdi yfirleitt texta Sabbath þegar hann var í hljómsveitinni.

Um miðjan 10. áratuginn yfirgaf Butler sveitina og stofnaði Geezer Butler Band og spilaði með sólóhljómsveit Osbourne. Á 10. áratugnum spilaði hann bæði með Ozzy, Sabbath og sólóhljómsveitinni sinni G/Z/R. [1]

Árið 2006 gekk Butler í hljómsveitina Heaven and Hell sem var í raun Black Sabbath með Ronnie James Dio sem söngvara. Eftir andlát Dios 2010 kom Black Sabbath aftur saman með Ozzy, gáfu út sína síðustu plötu 2013 og enduðu ferilinn með sínu síðasta tónleikaferðalagi árið 2017.

Árið 2023 gaf Butler út æviminningarnar Into The Void: From Birth To Black Sabbath – And Beyond. Hann lýsti því með útgáfu bókarinnar væri hann hættur afskiptum í tónlist.

Butler er grænmetisæta og heldur með enska knattspyrnuliðinu Aston Villa.

Breiðskífur breyta

Black Sabbath breyta

  • 1970 – Black Sabbath
  • 1970 – Paranoid
  • 1971 – Master of Reality
  • 1972 – Black Sabbath Vol. 4
  • 1973 – Sabbath Bloody Sabbath
  • 1975 – Sabotage
  • 1976 – Technical Ecstasy
  • 1978 – Never Say Die!
  • 1980 – Heaven and Hell
  • 1981 – Mob Rules
  • 1983 – Born Again
  • 1992 – Dehumanizer
  • 1994 – Cross Purposes
  • 2013 – 13

Sólóskífur breyta

  • 1995 – Plastic Planet (sem g//z/r)
  • 1997 – Black Science (sem geezer)
  • 2005 – Ohmwork (sem GZR)

Ozzy Osbourne breyta

  • 1990 – Just Say Ozzy
  • 1993 – Live & Loud
  • 1995 – Ozzmosis

Heaven and Hell breyta

  • 2007 – Live from Radio City Music Hall
  • 2009 – The Devil You Know
  • 2010 – Neon Nights: 30 Years of Heaven & Hell

Tilvísanir breyta

  1. Geezer Butler Allmusic. Skoðað 19. maí 2016.