Tony Iommi
Anthony Frank „Tony“ Iommi (fæddur 19. febrúar 1948) er enskur gítarleikari sem er þekktastur fyrir að vera meðlimur þungarokkssveitarinnar Black Sabbath.
Tony Iommi er fæddur í Birmingham, Englandi. Á unglingsárum lenti hann í slysi í verksmiðju þar sem hann vann og missti framan af tveimur fingrum. Hann óttaðist að hann ætti aldrei eftir að spila á gítar framar en kunningi hans kynnti honum fyrir Django Reinhardt, jazzgítarleikara sem hafði einnig skaddast á fingrum. [1] Iommi varð innblásinn af því og bjó til eins konar stubba til að festa framan á sködduðu fingurna.
Árið 1968 æfði Iommi með Jethro Tull í nokkrar vikur og kom fram með þeim í sjónvarpi ( sem hluti af The Rolling Stones Rock & Roll Circus).
Iommi hélt uppi nafni Black Sabbath á 9. og 10 áratugnum þegar aðrir upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar höfðu hætt.
Árið 2000 gaf hann út sólóplötu sína, Iommi þar sem ýmsir gestasöngvarar tóku þátt. 2011 gaf Iommi út sjálfsævisögu sína: Iron Man: My Journey through Heaven and Hell with Black Sabbath. Iommi var greindur árið 2012 með krabbamein en hann hefur farið í árangursríka meðferð við því.[2]
Rolling Stone tímaritið raðaði honum í númer 25 af 100 bestu gítarleikurum sögunnar.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Tony Iommi Allmusic
- ↑ http://www.nme.com/news/black-sabbath/87884
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. janúar 2018. Sótt 22. október 2015.