Gaupur
Gaupa (fræðiheiti: Lynx) er ættkvísl miðlungsstórra katta sem lifa víða á norðurhveli jarðar. Fjórar tegundir kattardýra teljast til ættkvíslarinnar. Einkenni á gaupum er að þær eru háfættar, með stutta rófu og greinilegan brúsk á eyrunum. Þær vega frá 5 að 30 kílóum.
Gaupa | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kanadagaupa
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Kort sem sýnir útbreiðslu allra gauputegunda.
| ||||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||||
- Sjá einnig: Gaupan sem er íslenska heitið á stjörnumerkinu Lynx
Evrópa
breytaVerkefni sem ætlað var að fjölga íberíugaupum þrefaldaði fjölda þeirra á Spáni á 15 árum, aðallega í Andalúsíu. Hugsanlegt er að evrasíugaupan eigi afturkvæmt til Bretlands en þar hefur tegundin ekki sést í meira en 1000 ár. Einnig eru áform um að flytja gaupur til Suðaustur- Þýskalands, Rínarlanda-Pfalz.
- Íberíugaupa er smávaxnari og með styttri eyru og feld en evrasíugaupa. Einnig er hún með dökka bletti. Íberíugaupa étur mest kanínur en evrasíugaupa aðallega smærri hjartardýr.
- Evrasíugaupa er þriðja stærsta rándýr Evrópu á eftir brúnbirni og úlfi. Evrasíugaupa finnst aðallega í Skandinavíu og Austur-Evrópu (ef Rússland og Hvíta-Rússland eru undanskilin) og til eru um 10.000 dýr. Lítill stofn er í Alpafjöllum.
- Til eru fleiri gaupur eins og rauðgaupa, spánargaupa og eyðimerkurgaupa.
Gaupur ráðast ekki á menn en komið hefur fyrir að þær drepi sauðfé. [2]
Tenglar
breytaHeimildir
breyta- ↑ IUCN Wild Cats Book. „Canada Lynx“.
- ↑ Return of the Lynx BBC. Skoðað 31. mars, 2016.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Gaupur.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Lynx.