Gamlárskvöld

síðasti dagur almanaksársins og lögboðinn frídagur á Íslandi

Gamlársdagur er í vestrænni menningu síðasti dagur almanaksársins á Gregoríska tímatalinu, 31. desember. Á gamlárskvöldi er minnst hins liðna árs og litið fram til hins nýja. Ýmsar hefðir eru í kringum hátíðarhöld á þeim degi, en víðast hvar er stuðst við flugelda, kampavín eða freyðivín og litríkt skraut.

Flugeldar á gamlárskvöldi

Áramót á Íslandi

breyta

Hátíðarhöld á gamlárskvöldi á Íslandi hefjast oftast með hátíðarkvöldverði um kvöldið og þá oftast klukkan sex. Eftir matinn er gjarnan horft á áramótabrennur, sem eru víða um land. Algengt er að áfengis sé neytt þetta kvöld. Forsætisráðherra flytur hátíðarræðu í útvarpi og sjónvarpi. Flestir sem halda til heima horfa á áramótaskaup í Ríkissjónvarpinu, þar sem hent er gaman að ýmsu sem gerst hefur á árinu sem er að kveðja. Á miðnætti er gamla árið sprengt burt, sem kallað er, með því að skjóta upp flugeldum. Eftir miðnætti hefjast svo áramótaböll sem standa fram undir nýársmorgun.

Áramótahefðir í ýmsum löndum

breyta

Á mismunandi stöðum eru mismunandi hefðir sem fylgja áramótum.

Áramót í Sydney

breyta

Í Sydney verður einn mesti samsöfnuður fólks á gamlárskvöldi, en hann er um 1.5 milljónir manna. Þá er skotið upp um 80.000 flugeldum og sést það úr allt að 16 kílómetra radíus frá Sydney. Atburðurinn lokkar til sín um 300.000 erlenda gesti árlega.

Áramót í London

breyta

Íbúar í London fjölmenna við Big Ben á gamlárskvöldi, og brjótast út fagnaðarlæti þegar klukkan slær miðnæti. Þá syngur hópurinn gjarnan Auld Lang Syne.

Áramót í New York

breyta

Í New York fjölmennar fólk við Times torg, þar sem að sungið er og fagnað. Klukkan 23:59:00 byrjar stærðar kúla úr Waterford kristal, sem vegur alls um 485.34 kg, að síga niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square, og staðnæmist hún á miðnæti við mikinn fögnuð nærstaddra. Þessum atburði er sjónvarpað um allan heim og er fyrirmynd sams konar hefða víða um Bandaríkin.

Tónlistarhefðir

breyta

Ýmis lög og ljóð tengjast nýju ári, en nýtt ár hefur verið viðfangsefni ýmissa skálda. Sálmurinn Nú árið er liðið í aldanna skaut sem Séra Valdimar Briem orti 1886 er mjög kunnur á Íslandi, en í Englandi og Bandaríkjunum, og öðrum enskumælandi löndum er skoski söngurinn Auld lang syne gjarnan sunginn. Á íslensku þekkist þetta lag sem bræðralagssöngurinn, sem er þá tengdur við skátastarf frekar en nýársfögnuð.

Áramót annarsstaðar

breyta

Heimildir

breyta