Friedrich Von Wieser

[1]Friedrich Von Wieser (f. 10. júlí 1851 - d. 23. júlí 1926) var austurrískur hagfræðingur. Hann var leiðandi meðlimur Austurríska hagfræðiskólans. Helstu framlög Wieser til hagfræðinnar má finna í hans tveimur helstu verkum. Þau verk eru Der natürliche Wert (Náttúrugildi) frá árinu 1889 þar kynnir hann hugtakið fórnarkostnað og Grundriss der Sozialökonomik (Undirstöður félagshagkerfis) frá árinu 1914 þar sem hann greinir og fjallar um jaðarábata ásamt því að útskýra hugtakið fórnarkostnað.[2][3]

Friedrich von Wieser
Fæddur10. júlí 1851
Dáinn23. júlí 1926 (75 ára)
ÞjóðerniAusturrískur
SkóliAusturríski hagfræðiskólinn
MakiMarianne von Wieser
BörnWolfgang von Wieser og Marianne Exner

Friedrich Von Wieser fæddist í Vínarborg í Austurríki þann 10. júlí 1851. Wieser fæddist inn í fjölskyldu sem var áberandi í embættismálum í Austurríki. Faðir hans Leopold von Wieser var ráðgjafi frá 1858 fyrir Franz Josef, keisara Habsborg. Faðir hans var titlaður sem barón árið 1889.[4]

Wieser hóf nám við lögfræði árið 1868 í háskólanum í Vínarborg og útskrifaðist með gráðu þaðan árið 1872. Weiser hafði ungur mikinn áhuga á félagsfræði og sagnfræði. Eftir að hafa lesið Einleitung in das Studium der Soziologie (Inngangur að rannsóknum í félagsfræði) eftir Herbert Spencer spratt fyrst upp áhugi hans á hagfræðinni. Weiser varð fyrir miklum áhrifum eftir að hafa lesið bókina Grundsätze der Volkswirtschaftslehre (Meginreglur hagfræðinnar) sem kom út árið 1871 og er eftir Carl Menger, stofnanda Austurríska hagfræðiskólans. Árið 1875 var Weiser veitt námsstyrk ásamt æskuvini sínum og síðar mági Eugen von Böhm-Bawerk til þess að fara í námsferð að læra hagfræði í þýsku borgunum Heidelberg, Jena og Leipzig. Wieser sneri aftur til náms 1883 og gerðist dósent í háskólanum í Vínarborg. Ári síðar gerðist hann prófessor í háskólanum í Prag. Árið 1889 var hann yfir hagfræðideildinni í háskólanum í Prag.[4]

Árið 1901 var Weiser orðinn rektor í háskólanum í Prag. Hann tók við stöðu Carl Menger árið 1903 og leiddi hagfræðideildina í háskólanum í Vínarborg. Wieser fór í stjórnmál árið 1917 og var meðlimur Austurríska þingsins. Hann starfaði í stutta stund sem viðskiptaráðherra fyrir síðustu keisarastjórn Austurríkis-Ungverjalands. Eftir fyrri heimsstyrjöldina sneri hann aftur til hagfræðinnar áður en hann hætti að vinna árið 1923. Weiser lést 23. júlí í borginni St. gallen í Austurríki 75 ára gamall.[5]

Framlög til hagfræðinnar

breyta

Friedrich von Wieser gaf út sitt fyrsta stóra verk, Über den Ursprung und die Hauptgesetze des wirtschaftlichen Werthes, árið 1884, þar sem hann fjallaði um uppruna og lögmál efnahagslegs virðis með áherslu á jaðarnytjar, framleiðsluþætti og snerti á hugmyndinni um fórnarkostnað. Þessi hugtök eru stoðir fyrir nýklassísku kenningarnar sem voru hunsaðar af Marshall og nýklassísku bresku hagfræðingunum. Með því að þróa þessar hugmyndir má þakka Weiser fyrir að hafa stýrt nýklassískri hagfræði í átt að rannsóknum á skorti og auðlindaúthlutun. Takast á við ótakmarkaðar óskir og takmarkaðar auðlindir, allt byggt á meginreglunni um jaðarnýtingu. Menger hafði upphaflega sett þetta upp, en í raun aldrei stækkað það til framleiðslu og þátta almennilega. Útreikningskenning Wiesers leyfði þessari einu meginreglu að beita alls staðar.[5]

 
Der natürliche Wert (Náttúrugildi) 1889

Árið 1889 gaf hann út annað áhrifamikið verk, Der natürliche Werth (Náttúrugildið), þar sem hann útskýrði hvernig virði í samkeppnishagkerfi byggist á jaðarnytjum og kaupgetu. Verkið var endurútgefið af William Smart árið 1893 sem Natural Value. Árið 1891 birti Wieser grein í Economic Journal, þar sem hann bar saman hugmyndir austurrísku hagfræðingana Walras og Jevons. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að bera saman mismunandi hagfræðikenningar til að greina efnahagslega ferla. 1914 kom út annað verk, Teorie der Gesellschaftlichen Wirtschaft (Kenning um félagshagkerfið), sem fjallar um tengsl hagkerfisins við vald og félagslega þætti. Þetta verk er mikilvægur þáttur í umræðu um efnahagslegt skipulag og samfélagsleg áhrif valds. Árið 1926, kom út hans síðasta stórverk, Das Gesetz der Macht (Lögmál valdsins). Í þessari bók greindi Wieser félagsfræðileg áhrif valds, sérstaklega lögmálið um litla hópa (law of small numbers), þar sem hann útskýrði hvernig vald lítils hóps elítu getur haft áhrif á stóra hópa í samfélaginu.[6]

Wieser er oft talinn vera frumlegur hugsuður með áhrifamikla rökfærslu og víðtækar hugmyndir, þó að skýrleiki í greiningu hans sé ekki alltaf jafn sterkur. Wieser leit á hagfræði ekki bara sem fræðilega byggingu heldur sem félagslegt ferli, sem gerði sér grein fyrir samspili félagslegra krafta og efnahagslegrar framleiðslu. .[6][4]

Wieser lagði mikið af mörkum til að þróa austurrísku hagfræðikenningarnar og staðsetja þær innan víðara evrópsks hagfræðilegs samhengis. Hann breytti áherslunni frá því að einblína á einstaklingsbundin efnahagsleg viðbrögð yfir í að taka einnig tillit til stofnana og samfélagslegra reglna sem hafa áhrif á efnahagslega hegðun. Þetta gerði hann með því að innleiða hugmyndir um samfélagslegar og lagalegar reglur í kenningar sínar.

Heimildir

breyta
  1. Horwitz, Steven, „The Austrian Marginalists: Menger, Böhm-Bawerk, and Wieser“, A Companion to the History of Economic Thought, Blackwell Publishing Ltd, bls. 262–277, ISBN 978-0-470-99905-9, sótt 7. september 2024
  2. „Britannica Money“. www.britannica.com (enska). 18. júlí 2024. Sótt 4. september 2024.
  3. „Handbook on the History of Economic Analysis Volume I“. www.e-elgar.com (enska). Sótt 7. september 2024.
  4. 4,0 4,1 4,2 „Friedrich von Wieser“. www.hetwebsite.net. Sótt 5. september 2024.
  5. 5,0 5,1 „Friedrich von Wieser“. www.hetwebsite.net. Sótt 5. september 2024.
  6. 6,0 6,1 „Rehabilitating Friedrich Von Wieser As An Austrian Economist - Austrian Economics Center“. austriancenter.com (bandarísk enska). Sótt 5. september 2024.