Frans 2. keisari
Frans II (12. febrúar 1768 – 2. mars 1835) var síðasti keisari hins Heilaga rómverska ríkis, frá árinu 1792 til 6. ágúst 1806, en þá leysti hann upp keisaraveldið eftir afdrifaríkan ósigur gegn Napóleon Bónaparte í orrustunni við Austerlitz. Árið 1804 hafði hann stofnað austurríska keisaradæmið og varð Frans I, fyrsti keisari Austurríkis frá 1804 til 1835. Hann var því kallaður eini „tvíkeisari“ (Doppelkaiser) heimssögunnar.[1] Frá 1804 til 1806 var hann kallaður keisari bæði Heilaga rómverska ríkisins og Austurríkis. Hann varð jafnframt fyrsti forseti þýska ríkjasambandsins við stofnun þess árið 1815.
| ||||
Frans 2. & 1.
| ||||
Ríkisár | 5. júlí 1792 – 6. ágúst 1806 (sem keisari Heilaga rómverska ríkisins 11. ágúst 1804 – 2. mars 1835 (sem keisari Austurríkis) | |||
Skírnarnafn | Franz Joseph Karl | |||
Fæddur | 12. febrúar 1768 | |||
Flórens, Toskana, Heilaga rómverska ríkinu | ||||
Dáinn | 2. mars 1835 (67 ára) | |||
Vín, Austurríki | ||||
Gröf | Keisaragrafhýsinu í Vín | |||
Undirskrift | ||||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Leópold 2. | |||
Móðir | Maria Luisa af Spáni | |||
Keisaraynja | Elísabet af Württemberg (g. 1788; d. 1790) María Teresa af Napólí og Sikiley (g. 1790; d. 1807) María Ludovika Beatrix af Modena (g. 1808; d. 1816) Karólína Ágústa af Bæjaralandi (g. 1816; d. 1835) | |||
Börn | Ludovika Elísabet, María Lovísa, Ferdinand, María Karólína, Karólína Lúdóvíka, María Leópoldína, Klementína, Jósef Frans, María Karólína, Frans Karl, María Anna, Jóhann Nepomuk, Amalía Teresa |
Frans var einn hatrammasti andstæðingur franska keisaraveldisins í Napóleonsstyrjöldunum en var sigraður nokkrum sinnum í viðbót eftir orrustuna við Austerlitz. Einn versti persónuósigur hans var að neyðast til að fallast á hjónaband dóttur sinnar, Marie-Louise af Austurríki, og Napóleons þann 10. mars 1810. Eftir að Napóleon sagði af sér eftir sjötta bandalagsstríðið gekk Austurríki í „bandalagið helga“ sem stofnað var á Vínarfundurinn en á þeim fundi var kanslari Frans, Klemens von Metternich, potturinn og pannan. Eftir fundinn endurheimti Frans flest sín gömlu lönd, en Heilaga rómverska ríkið var þó aldrei endurreist. Á fundinum var komið á evrópsku hljómkviðunni og reynt að standa gegn frjálslyndi og þjóðernishyggju. Margir fóru því að líta á Frans sem afturhaldssegg seinna á valdatíð hans.
Tilvísanir
breyta- ↑ Posse, Otto, ritstjóri (1909–13). „Bey der Niederlegung der kaiserlichen Reichs-Regierung. Dekret vom 6. August 1806“. Die Siegel der deutschen Kaiser und Könige von 751 bis 1806 (þýska). Band 5, Beilage 3. OCLC 42197429 – gegnum Wikisource.
Fyrirrennari: Leópold 2. |
|
Eftirmaður: Enginn; embætti lagt niður. | |||
Fyrirrennari: Enginn; embætti stofnað. |
|
Eftirmaður: Ferdinand 1. |