Frank-Walter Steinmeier

Forseti Þýskalands

Frank-Walter Steinmeier (fæddur 5. janúar 1956 í Detmold, Nordrhein-Westfalen) er þýskur stjórnmálamaður í sósíaldemókrataflokknum (SPD). Hann hefur verið forseti Þýskalands frá 19. mars 2017.

Frank-Walter Steinmeier
Forseti Þýskalands
Núverandi
Tók við embætti
19. mars 2017
KanslariAngela Merkel
Olaf Scholz
ForveriJoachim Gauck
Utanríkisráðherra Þýskalands
Í embætti
17. desember 2013 – 27. janúar 2017
KanslariAngela Merkel
ForveriGuido Westerwelle
EftirmaðurSigmar Gabriel
Í embætti
22. nóvember 2005 – 27. október 2009
KanslariAngela Merkel
ForveriJoschka Fischer
EftirmaðurGuido Westerwelle
Persónulegar upplýsingar
Fæddur5. janúar 1956 (1956-01-05) (68 ára)
Detmold, Vestur-Þýskalandi
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiElke Büdenbender (g. 1995)
Börn1
HáskóliHáskólinn í Giessen
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Áður en Steinmeier varð forseti hafði hann verið utanríkisráðherra Þýskalands í tvígang, á árunum 2005 til 2009 og frá 2013 til 2017. Frá 1999 til 2005 var hann ráðuneytisstjóri hjá kanslaraembættinu.

Menntun og störf

breyta

Steinmeier fæddist 1956 í Detmold í sambandslandinu Nordrhein-Westfalen, en faðir hans var smiður. Eftir stúdentspróf árið 1974 í Blomberg gengdi hann herþjónustu í tvö ár eða þangað til hann hóf nám í lögfræði og síðar stjórnmálafræði við Justus-Liebig háskólann í Gießen, sem hann lauk 1986. Hann var frá því í menntaskóla meðlimur ungliðahreyfingar sósíaldemókrataflokksins.

Árið 1991 varði hann doktorsritgerð sína í lögfræði, sem bar heitið „Borgarar án þaks – milli skyldu til framfærslu og réttar á lífsrými; venja og viðhorf opinberrar íhlutunar við hindrun og útrýmingu húsnæðisleysis“.

Sama ár gerðist hann ráðgjafi í fjölmiðlunarrétti við forsætisráðuneyti Neðra-Saxlands í Hannover. Tveimur árum seinna tók hann við embætti skrifstofustjóra hjá Gerhard Schröder, sem á þessum tíma var forsætisráðherra Neðra-Saxlands.

Eftir að ljóst varð árið 1998 að Schröder yrði kanslari ákvað Steinmeier að fylgja honum í ríkisstjórn þýska sambandslýðveldisins og 1999 var hann orðinn ráðuneytisstjóri hjá kanslaraembættinu.

Steinmeier var einn af nánustu samstarfsmönnum Schröders og hefur verið lýst sem manninum á bakvið tjöldin. Þannig gerði hann mikilvægar framkvæmdaáætlanir, t.d. í ellilífeyris- og heilbrigðismálum, og tók þátt í Agenda 2010 og umfangsmiklum skattalagabreytingum.

13. október 2005 varð ljóst að hann yrði utanríkisráðherra og tók hann formlega við embættinu 22. nóvember 2005 í ríkisstjórn Angelu Merkels.

Steinmeier var kjörinn forseti Þýskalands af þýska þinginu þann 27. febrúar 2017 með 75 prósentum atkvæða.[1] Hann var endurkjörinn til annars fimm ára kjörtímabils þann 13. febrúar árið 2022.[2]

Fjölskyldulíf

breyta

Steinmeier er giftur og á eina dóttur.

Tilvísanir

breyta
  1. Kári Gylfason (12. febrúar 2017). „Frank-Walter Steinmeier nýr forseti Þýskalands“. RÚV. Sótt 28. október 2021.
  2. Alexander Kristjánsson (13. febrúar 2022). „Steinmeier endurkjörinn forseti Þýskalands“. RÚV. Sótt 13. febrúar 2022.


Fyrirrennari:
Joachim Gauck
Forseti Þýskalands
(19. mars 2017 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


   Þessi Þýskalandsgrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.